Skírnir - 01.04.2002, Page 132
126
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
ríkja og um það gæti evrópskt samveldi slegið skjaldborg. „Til
lengri tíma litið,“ segir hann, „getur einungis lýðræðislegt ferli,
sem tryggir nægileg réttindi og sanngjarna skiptingu réttinda ver-
ið lögmætt og skapað samstöðu."31 Hinir ýmsu innviðir opinbers
lífs og einkalífs munu eiga undir högg að sækja og jafnvel fúna ef
þeir verða alfarið ofurseldir lögmálum markaðarins.
Habermas er þess vegna umhugað um að halda við hinu „fé-
lagslega ríki“ (Sozialstaat). Hann segist þó síður hafa í sjónmáli
ríkisafskipti og stýringu heldur en hitt, að ríkið sjái til þess að
gæðum sé útdeilt á sanngjarnan hátt. Ríkið getur að hans mati ein-
ungis afstýrt hættunni á upplausn og sundrungu meðal borgar-
anna svo lengi sem það heldur uppi viðteknum viðmiðum samfé-
lagslegs réttlætis. Einmitt í ljósi þess að hinn þjóðlegi grunnur
samfélaga er að leysast upp er bersýnilegt að ríkið hefur, sem
vörður um samfélagslegt réttlæti, í vaxandi mæli tekið að sér það
hlutverk að viðhalda samstöðu meðal borgara af ólíkum uppruna
og toga. Fjölhópasamfélagið kallar þess vegna á „stjórnmál viður-
kenningar", þ.e.a.s. stjórnmál sem viðurkenna og eru réttsýn í
garð ólíkra lífsmáta meðal mismunandi etnískra hópa, ýmissa sér-
hópa, málsamfélaga, trúfélaga o.s.frv. Þessi viðurkenningarpólitík
kemur ferli af stað sem er fjarri því að vera sársauka- og vandræða-
laust og hún felur í sér endurmat á ráðandi stöðu meirihlutamenn-
ingar þjóðríkjanna. Meirihlutamenning þjóðríkjanna (sem á rætur
í sögu, tungu og þjóðararfi) má ekki þröngva sínum menningar-
lega lífsmáta upp á minnihluta í þeim efnum þar sem meirihluta-
menningin víkur frá hinni sameiginlegu pólitísku menningu borg-
ara landsins. Að því leyti verður meirihlutamenning að afmarka
sig frá hinni almennu pólitísku menningu landsins eigi allir borg-
arar þess að geta samsamað sig í jöfnum mæli landi sínu. Samstaða
íbúa landsins byggist þaðan í frá á sértækum grunni þess sem
Habermas kallar „stjórnarskrárþjóðernishyggju“ (Verfassungspa-
triotismus).32 Helsta sameiningartáknið verður þar með stjórnar-
31 Júrgen Habermas, „Die Postnationale Konstellation und die Zukunft der
Demokratie", 117.
32 Sama rit, 114.