Skírnir - 01.04.2002, Page 135
SKÍRNIR
DRAUMSÝN EÐA NAUÐSYN?
129
sé að viðhalda lifandi og gróskumiklu lýðræði í evrópskum ríkj-
um.38
Gagnrýna má þessa mynd af Evrópu framtíðar með tvennum
hætti. í fyrsta lagi utanfrá, í öðru lagi innanfrá. Gagnrýni utanfrá
er öllu almennari en gagnrýni innanfrá en kemur þó engu að síð-
ur jafnt fram í viðbrögðum fræðimanna innan sem utan Evrópu og
má orða hana eitthvað á þessa leið: Er kenning Habermas dæmi-
gerð sjálfmiðuð Evrópuhyggja sem er drifin áfram af drottnunar-
hvöt sem sækist eftir að ráða yfir öðrum í nafni evrópskra gilda,
hversu göfug sem þau kunna að vera? Er hér e.t.v. einnig verið að
renna hugmyndafræðilegum stoðum undir virki Evrópu sem álfu,
sem lokar sig af fyrir minnimáttar þjóðum og hugar bara að sjálfri
sér. Habermas neitar þessari ásökun með vísan til algildiskræfra
mannréttindahugsjóna Evrópu.39 Hins vegar viðurkennir Hab-
ermas fúslega að Evrópubúar hafi hagsmuna að gæta og hann segir
þá vera réttmæta. Drifkrafturinn í þróun samstöðukenndar er að
vernda evrópskt gildismat og lífsmáta. Evrópubúum er umhugað
um að rödd þeirra heyrist á alþjóðavettvangi, en þar hefur hún
ekki heyrst nægilega skýrt. í skugga 11. september hefur pólitísk-
ur vanmáttur Evrópuríkjanna orðið enn sýnilegri og því hefur
þeim röddum fjölgað sem vilja styrkja Evrópu og vilja hlut henn-
38 Þetta er grýtt leið, sérstaklega hvað varðar inngöngu austur-evrópskra ríkja sem
búa við skaddaða lýðræðis- og mannréttindahefð. Það er ljóst að aðkoma þeirra
að slíku samveldi verður að nokkru leyti á öðrum forsendum en hinna land-
anna sem hafa búið mun lengur við óskaddaða lýðræðishefð.
39 Mannréttindahugmyndir hafa sætt ámóta gagnrýni og Evrópuhyggja. Þar sem
grunnhugmyndir mannréttinda eru afsprengi vestrænnar lýðræðishefðar og
siðfræði (einkum hugmynda um sjálfræði einstaklinga) hafa þau verið gagn-
rýnd fyrir að vera verkfæri vestrænnar heimsvaldastefnu. Án þess að fara frek-
ar út í þessa gagnrýni eða svara henni má benda á að Habermas hefur gert
greinarmun annars vegar á tilurð mannréttinda, þ.e.a.s. í evrópskri hefð, og hins
vegar gildi mannréttinda. Þrátt fyrir þennan menningarlega bakgrunn mann-
réttinda er ekki þar með sagt að þau séu ómerk og ógild fyrir aðra menningar-
heima en okkar. Það ber fyrst og fremst að huga að hvort þau geti gilt fyrir alla.
Hin einstöku ríki víðsvegar um heiminn hafa þess vegna þurft að kanna og gera
upp við sig hvort mannréttindi samræmist þeirra eigin grundvallargildum. Sú
nýja sýn sem slík umfjöllun leiðir af sér og önnur gagnrýni í ljósi hennar getur
brugðið ljósi á annmarka ríkjandi mannréttindahugmynda. Sjá Júrgen
Habermas, „Zur Legitimation durch Menschenrechte", Diepostnationale Kon-
stellation, 170-194.