Skírnir - 01.04.2002, Page 139
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
Hvar? ... ó hvar?
Um „Söknuð“ Jóhanns Jónssonar
og samhengi í hókmenntum
Nýlega var ég að fletta gömlum tímaritum og rakst þá á umfjöll-
un sem ég var búinn að gleyma, um Jóhann Jónsson skáld, ævi
hans og verk, eftir þá Inga Boga Bogason og Eystein Þorvalds-
son.1 Höfundarnir byggja á býsna viðamiklum rannsóknum og
draga fram í dagsljósið efni sem verulegur fengur er að, ekki síst úr
bréfum Jóhanns til ýmissa vina sinna.2 Ingi Bogi einbeitir sér að
Þýskalandsárum Jóhanns, námsferli hans og ritstörfum þar og
hugar að tengslum við þýska samtímaljóðlist; Eysteinn kannar rit-
höfundarferil Jóhanns í heild og varpar Ijósi á skoðanir hans í hug-
mynda- og fagurfræðilegum efnum undir lok ævinnar. En þó
greinarnar séu um margt upplýsandi og höfundar eigi þakkir
skildar fyrir er ég ósammála ýmsu, og langar til að gera við þær
nokkrar síðbúnar athugasemdir er varða afmarkaða þætti, aðallega
þó kvæðið „Söknuð“. Eg hyggst einkum skoða eftirfarandi atriði:
1) heiti kvæðisins, 2) ætluð tengsl þess við þýskan expressjónisma,
3) hverskonar kvæði „Söknuður" sé, hverrar tegundar og hvaða
ljóðhefð það heyri til. Vitnað verður í Skírnisheftið með blaðsíðu-
tali innan sviga.
1 Skírnir, vor 1991. Grein Inga Boga heitir „Til að mála yfir litleysi daganna. Sökn-
uður - um ljóðið, skáldið og expressjónisma" (bls. 11—45) og útdrátt úr hluta
hennar er að finna á öðrum stað: „Expressjónískir drættir í Söknuði. Á aldaraf-
mæli Jóhanns Jónssonar (1896-1932)“ (Mímii; 35. árg. 1996, bls. 44—48). Ey-
steinn ritar greinina „í framandi landi. Skáldskapur og viðhorf Jóhanns Jónsson-
ar“ (sama Skírnishefti, bls. 47-74).
2 Undarlegt ósamræmi, sem ritstjórar hefðu átt að laga, er að bréfbútar sem Ingi
Bogi segir vera til ónafngreinds viðtakanda eru birtir sem kaflar úr bréfum til
Gunnars Gunnarssonar í grein Eysteins.
Skírnir, 176. ár (vor 2002)