Skírnir - 01.04.2002, Side 140
134
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
SKÍRNIR
Hvað heitir kvœðið?
Það eru tíðindi eí rétt er að heitið „Söknuður" sé írá ritstjórn
Vöku komið.3 En hitt heitið sem Jóhann gaf sjálfur kvæðinu að
sögn Eysteins Þorvaldssonar: „Kvæðið um engilbarnið litla bróð-
ur“ - kemur manni nokkuð undarlega fyrir sjónir, það er mjög
ólíkt þeim heitum sem Jóhann gaf öðrum kvæðum sínum, og
fyrirfram virðist líklegt að það hafi verið vinnuheiti fremur en
endanlegur titill. Helst mætti hugsa sér að það sé minning, að
móðir hans hafi kallað hann, eða bróður hans, „engilbarnið litla
bróður“. Eysteinn lætur ósagt hvaðan honum er komin þessi vit-
neskja. Ingi Bogi gengur út frá, og leggur meira að segja út af því,
að „Söknuður" sé hið rétta heiti kvæðisins.4 Hann segir ekki held-
ur hvað hann hefur fyrir sér í því, en í öðru samhengi vísar hann í
samtöl við Kristján Albertsson, einn af ritstjórum Vöku, og mað-
ur skyldi ætla að borist hefði í tal milli þeirra ef kvæðið hefði bor-
ið jafn undarlegt heiti og Eysteinn fullyrðir, raunar alveg afdrátt-
arlaust:
[KJvæðið hlaut ekki titilinn „Söknuður" frá skáldinu sjálfu. Ritstjórar
Vöku hafa trúlega gefið því þetta nafn vegna viðskiptahagsmuna, eins og
það heitir nú á dögum. Jóhann gaf því sérkennilegan og athyglisverðan
titil: Kvæðið um engilbarnið litla bróður. Það er meðbróðirinn sem talað
er til í bróðurþeli mannúðar og samhygðar. (70)
3 Geymd kvæðisins og helstu gerðir: eiginhandarrit í Svörtukompu (Lbs. 4635,
4to), frumprentun í tímaritinu Vöku 1928, prentun í Kvæðum og ritgerðum
1952. Sú prentun hefur þó ekki annað heimildargildi en að það mun vera sá texti
sem flestar síðari prentanir kvæðisins eru gerðar eftir og flestir þekkja. Munur
gerðanna þriggja er lítill, varðar staf- og greinarmerkjasetningu, uppsetningu á
stöku stað og einar tvær orðmyndir. Ekki er Ijóst hverju ritstjórar Vöku breyttu
frá handriti Jóhanns við prentun kvæðisins 1928; en handritið í Svörtukompu er
að öllum líkindum yngra en það sem Vökumenn höfðu fyrir sér. Það er því ekki
alveg einsætt hvernig prenta á kvæðið. Sennilega er þó best að leggja Svörtu-
kompu til grundvallar hvað uppsetningu og orðmyndir varðar en færa stafsetn-
ingu til nútíðarhorfs.
4 „„Söknuður" á það meðal annars sammerkt mörgum öðrum expressjónískum
ljóðum að bera heiti sem er eitt merkingarhlaðið nafnorð" (41). Hann á það
reyndar sammerkt við afar mörg kvæði önnur, t.a.m. „Söknuð" eftir Jónas Hall-
grímsson, Stein Steinar, Hannes Pétursson og fjölda annarra skálda.