Skírnir - 01.04.2002, Side 141
SKÍRNIR
HVAR? ... Ó HVAR?
135
Átelja verður að Eysteinn skuli ekki gera betri grein fyrir niður-
stöðu sinni um hinn upprunalega titil - sem endurtekin er í fyrir-
sögn kvasðisins (8), aðfaraorðum ritstjóra (10) og víðar í heftinu -
að hann skuli ekki láta koma skýrt fram hvort um er að ræða stað-
reynd eða ályktun, svo aðrir geti þá í seinna tilvikinu kannað nán-
ar þær forsendur sem hann byggir ályktun sína á. Við athugun á
handritum skáldsins sem geymd eru á Landsbókasafni kemur, að
því er ég fæ séð, ekkert fram sem styður frásögn Eysteins, en að
vísu gæti hann haft um þetta aðrar heimildir. I því sem hér fer á
eftir geng ég þó út frá því að svo sé ekki.
Á handritadeild Landsbókasafns eru þrjú númer með handrit-
um og gögnum frá Jóhanni: Lbs. 3897, 4to; Lbs. 4635, 4to; Lbs.
4636, 4to. Tvö þau fyrri eru merkust, í 3897 eru ýmis handrit og
plön að ljóðabók. Þar er reyndar gert ráð fyrir kvæði með heiti því
sem Eysteinn talar um, en ekkert bendir til að þar sé um „Söknuð“
að ræða. Því er valinn staður með öðrum kvæðum um æskuna,
fyrirsögn þess bókarhluta er á einum stað: „Idyllen aus der
Jugend" (Sælumyndir æskunnar), einnig „Hymnen“ (Lofsöngvar)
og „Bókin helga“, og kvæðin fyrirhuguðu eru: „Kvæðið um móð-
ur mína“, „Kvæðið um föður minn“, „Kvæðið um engilbarnið litla
bróður“,5 sumstaðar einnig „Kvæðið um Island“, „Bæjartröðin“,
„Gamla fólkið", „Kvæðið um hafið“, „Kvæðið um skýin“. Með
öðrum orðum æskumyndir. Ýmis orðalagslíkindi gætu hinsvegar
bent til að í kvæðisuppkasti sem heitir „Haust...“, með undirtitil-
inn „Gráir dagar/Dauðir dagar“ (það er í heftinu með ljóðabókar-
plönunum), séu komin allrafyrstu drög að „Söknuði". Hægra meg-
in á blaðinu er plan kvæðisins en vinstra megin drög að öðrum
kvæðishluta (hér birt með þeim fyrirvara að handritið er torlesið):
I
Almenn lýsing.
Hús. Stræti. Himinn.
5 Ekki er óhugsandi að hér sé um að ræða kvæði sem í Svörtukompu ber titilinn
„Hjalti litli“. Annað finnst mér þó líklegra. í ministeríalbók Nesþingaprestakalls
kemur fram að Jóhann hefur átt yngri bróður, Sigurð að nafni, sem virðist hafa
dáið á öðru ári vorið 1903 þegar Jóhann er sex ára. Það er tilgáta mín að um hann
hafi kvæðið átt að fjalla.