Skírnir - 01.04.2002, Page 145
SKÍRNIR
HVAR? ... Ó HVAR?
139
hálfum huga þó að því er virðist og vísar meðal annars til þess
hvað stefnan sé sundurleit og margt í henni eðlisólíkt Jóhanni. Ingi
Bogi leggur hinsvegar allt kapp á að rökstyðja slík tengsl í grein
sinni í sama hefti og ágripi sömu greinar í Mími 1996; og af viðtöl-
um við ýmsa bókmenntamenn að undanförnu sýnist mér það vera
að verða nánast viðtekin skoðun að greinileg expressjónísk áhrif
séu í „Söknuði“.
Það er erfitt að dæma um það sem maður þekkir ekki, og af því
að fæstir lesendur „Saknaðar" munu ýkja kunnugir þýskum ljóð-
um frá upphafi síðustu aldar hefur mér dottið í hug að birta hér fá-
ein sýnishorn kvæða eftir nokkur helstu skáldin. Því expressjón-
isminn í þýskri ljóðlist er auðvitað ekki annað en þau tilteknu
kvæði sem menn hafa komið sér saman um að kenna við þá stefnu.
Ég vel fimm kvæði og kvæðabrot eftir þá Gottfried Benn, Jakob
van Hoddis, Georg Trakl og Johannes R. Becher sem allir geta tal-
ist góðir fulltrúar stefnunnar. Að sjálfsögðu mætti taka önnur
kvæði og önnur skáld, til að mynda Georg Heym sem var einkar
fágað ljóðskáld, orti næstum alltaf bundið, og meistarar hans voru
Baudelaire og sá Rimbaud sem orti „Ófelíu“ og „Bátinn ölvaða“;
hann dó 1912. Þá hefur Hannes Pétursson þýtt á íslensku úrval úr
ljóðum Else Lasker-Schuler sem oft er talin með expressjónistum,
af hvaða ástæðu veit ég svo sem ekki, nema það væri vegna þess að
hún var í vinfengi við suma þeirra, en hún var mun eldri en þeir
flestir og fór eigin leiðir.9 Að dómi Inga Boga minnir skáldskapar-
aðferð Jóhanns „að ýmsu leyti á ljóðið „Freudenhaus" eftir Au-
gust Stramm" (37), sem hann birtir í grein sinni (34); þeir sem læs-
ir eru á þýsku geta borið kvæðin saman.
En fyrir þá sem ekki lesa þýsku snara ég kvæðunum fimm
lauslega, þau eru öll dæmigerð fyrir áratuginn sem kenndur er við
expressjónisma, annan áratug 20. aldar.10 Það fyrsta kom út 1917
en mun ort fyrr, höfundurinn var nafntogað skáld á fyrrihluta ald-
9 Else Lasker-Schuler: Mánaturninn. Ljóð, Hannes Pétursson þýddi, Iðunn
1986.
10 Venja mun í þýskri bókmenntasögu að líta svo á að expressjónismi í ljóðlist
takmarkist að mestu við þann áratug; í leikritun og skáldsagnagerð teygir hann
sig hinsvegar fram eftir þriðja áratugnum.