Skírnir - 01.04.2002, Page 151
SKÍRNIR
HVAR? ... Ó HVAR?
145
skyldleika með „Söknuði" við einhver tiltekin kvæði expressjón-
ismans heldur fremur við stefnuna í heild eða dæmigerð einkenni
hennar:
Til þess að bregða ljósi á hugsanlegar fyrirmyndir að „Söknuði" sýnist
mér óvxnlegt að leita að einstökum skáldum og einstökum Ijóðum [letur-
br. hér]. Bókmenntasköpun í Þýskalandi á seinustu öld og upphafi þess-
arar [þ.e. 20. aldar] er svo mikil og fjölbreytileg að vel er skiljanlegt að í
þúsundum ljóða finnist einhver sem í orðavali og yrkisefni minni á
„Söknuð“. Slík líkindi væri þá eðlilegra að skýra sem tilviljun en bók-
menntalega fyrirmynd. - Vænlegra hygg ég að spyrja við hvaða bók-
menntalegu skilyrði „Söknuður" verður til. Hvað er efst á baugi í þýsk-
um bókmenntum á tíma Jóhanns? Hvaða menningarstraumar leika um
skáldið? (27-28)
Ég er fyllilega sammála því að nauðsynlegt sé að skoða vel þau at-
riði sem talin eru upp í seinnihluta þessarar tilvitnunar. En þar má
ekki láta staðar numið ef ætlunin er að „bregða Ijósi á hugsanleg-
ar fyrirmyndir“ kvæðis. Og um fyrrihlutann er það að segja að þar
kristallast vísast höfuðágreiningur okkar Inga Boga um hvernig
komast megi að niðurstöðu um samhengi í bókmenntum. Því ég
hef satt að segja litla trú á þeirri aðferðafræði sem þar er lýst, tel
reyndar að hún sé nánast gagnslaus í bókmenntakönnun. Ástæð-
an er þessi: Eitt skema getur aldrei dugað fyrir ,þúsundir ljóða', öll
skáld sem þá nafnbót eiga skilið eru einstök, þau eru skáld áður en
þau eru istar, ef þau þá verða það einhvern tíma. Auk þess læra
skáld af tilteknum skáldum, tilteknum kvæðum, fremur en af
isma. Þess vegna hlýtur sú aðferð alltaf að verða hæpin að byrja á
að búa til alhæfingar um stefnu, allsherjarskilgreiningar sem varla
passa einu sinni við neitt einstakt Ijóð innan stefnunnar í ströng-
ustu merkingu, og freista þess síðan að sjá líkindi með alhæfing-
unum og tilteknu ljóði utan hennar.12 Mun vænlegri leið er að
12 Nefna má nokkrar slíkar alhæfingar í greininni: „[Expressjónistar] boðuðu að
andríki kæmi í stað guðsríkis" (30). „Sameiginlegt expressjónistum er krafan
um virkni og gerðir" (30). „Expressjónistar berjast gegn nútíð og fortíð - gegn
sinnuleysi, doða og aðgerðarleysi" (31). „Expressjónistar litu á tungumálið sem
verkfæri til að steypa fölskum og heilsteyptum veruleika. í staðinn kröfðust
þeir sanns en sundurlauss veruleika" (36). „Til þess að vekja lesandann beitir
Jóhann tungunni líkt og expressjónistar“ (36).