Skírnir - 01.04.2002, Page 153
SKÍRNIR
HVAR? ... Ó HVAR?
147
pressjónismi"). Ljóst má vera að þessi einkenni eiga annaðhvort
ekkert skylt við „Söknuð", þó að greinarhöfundur tali oft um að
„freistandi" sé að sjá þar ýmis líkindi, eða þá að einkennin eru svo al-
menn að ástæðulaust er að rekja þau til hinna expressjónísku skálda.
Og þau þrjú ljóð sem hann tilgreinir, „Weltende", „Freudenhaus“
og „Mensch stehe auf“, eru - að mínum dómi að minnsta kosti -
um það bil eins gjörólík „Söknuði“ og nokkur kvæði geta verið.
Einkum er mér hulin ráðgáta hvernig hægt er að nefna „Söknuð“
í sömu andrá og „Freudenhaus" (34) eftir August Stramm, læri-
svein Marinettis hins ítalska, en það kvæði byggist á því, eins og
önnur kvæði skáldsins sem ég hef séð,15 að sprengja tungumálið í
tætlur og búa til nýtt ljóðmál úr tætlunum. Því miður sá ég þess
engan kost að þýða kvæðið því það er snöggtum óárennilegra en
að þýða Æra-Tobba á önnur mál.
Meðal expressjónískra einkenna sem Ingi Bogi finnur í „Sökn-
uði“ er eftirfarandi:
Sundrað sjálf. Söknuður á það sameiginlegt mörgum öðrum expressjón-
ískum Ijóðum [leturbr. hér] að hafa mælanda með sundrað sjálf. [...] Það
er ekki einn mælandi sem skynjar og miðlar heldur einhverjir óskilgreind-
ir „vér“. [...] Jóhann virðist hafa gaumgæft sjónarhornið í Söknuði og
áhrifum þess [svo]. „Vér“ er að vísu áberandi en þar eru líka „ég“ og „þú“
[...] Og eins og í öðrum Ijóðum expressjónismans [leturbr. hér] er inntak
persónufornafna breytilegt („þú“ er t.d. ýmist „barn“, „minning“ eða
„blekking"). (39-40)
Hér er að ýmsu að hyggja. Greiningin dregur augljóslega dám af
hinni frægu þýsku reglu ,Warum einfach, wenn es kompliziert
geht?‘ - af hverju að tala einfalt mál ef hægt er að flækja það? Hvað
er til að mynda mælandi með sundrað sjálfí Orðin standa í hljóð-
stafnum og gætu því sem best verið upphaf á ferskeytlu, en hvaða
merkingu hafa þau hér, hvað segja þau okkur um þetta tiltekna
kvæði? Ekki annað en það að í kvæðinu koma fyrir mismunandi
persónufornöfn, mælandi segir bæði ég og vér, sem er vitaskuld al-
siða í skáldskap og ekki einkenni neinnar stefnu. Annað er að
15 Eftir kynnin af Marinetti 1913 mun hann reyndar hafa eyðilagt öll fyrri kvæði
sín, sbr. Die Lyrik des Expressionismus, dtv 1976, bls. 270.