Skírnir - 01.04.2002, Side 154
148
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
SKÍRNIR
„Söknuður" er hér blátt áfram orðinn að expressjónísku ljóði, eitt
af mörgum slíkum. Og enn á það að vera sérstakt einkenni ex-
pressjónisma að persónufornöfn hafi breytilegt inntak. En það er
að sjálfsögðu almennt einkenni mannlegs máls sem hvert barn lær-
ir við máltöku, það veit að orðið ,þú‘ hefur mismunandi merkingu
eftir því hvort það er að tala við pabba, mömmu eða stóru systur.
Býsna langt er því seilst til að finna expressjónískum einkennum
stað í „Söknuði". Svo er einnig í ýmsum þeim dæmum sem Ingi
Bogi tekur um orðanotkun Jóhanns (36-42). Eg ætla einungis að
skoða þrennt (fyrsta setningin er hverju sinni endursögn mín á at-
hugunum Inga Boga):
1) Expressjónistar nota gjarna dýnamískar sagnir og þær er
einnig að finna í „Söknuði", sbr. falla, blása, þjóta, halda áfram. -
Við skoðun á kvæðinu kemur í ljós að hér er yfirleitt um ósköp
venjulega málnotkun að ræða: láta einhver orð falla, vindurinn
blæs einhverju, ferð er haldið áfram; það er að vísu skáldleg líking
fremur en daglegt mál að tala um að ,ljóðin þjóti um blóðið' en þó
tölum við eins og ekkert sé um ,þyt blóðsins í æðunum'; „æðin
þýtur, hjartað mæðist,“ yrkir Stefán frá Hvítadal í bálkinum
Heilög kirkja (1924),16 var hann expressjónisti? Ástæðulaust er að
leita langt vegna þessarar ljóðmyndar.
2) Nýstárleg orðasmíð einkennir expressjónista og Jóhann bjó
sennilega til orðið ,svefngangi‘. - Það kom mér satt að segja mjög
á óvart við lestur greinarinnar að eintalan af hinni frægu mynd Jó-
hanns væri ,svefngangi vanans', og ég hélt í fyrstu að hér væri um
nýyrði Inga Boga sjálfs að ræða. Svo er þó ekki því í Mímisgrein
sinni bendir hann á að orðið sé að finna í viðaukanum við Blönd-
alsorðabók (og heimildin þar ,,Söknuður“). Þetta er hinsvegar
vafalítið orðabókardraugur svokallaður, orð sem hvergi er til
nema fyrir misskilning orðabókarhöfundar. Orðið sem Jóhann
notar er næstum örugglega ,svefnganga‘, ft. svefngöngur, sem er
sömu merkingar og svefngengill en eldra, myndað einsog ,aftur-
ganga'. Um það hefur Orðabók Háskólans mörg dæmi bæði frá
19. og 20. öld. Eg tilgreini tvö: „Sumar svefngöngur lifa þannig
16 Ljóðmœli, Helgafell 1970, bls. 168. Dæmið er frá Orðabók Háskólans.