Skírnir - 01.04.2002, Qupperneq 156
150
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
SKÍRNIR
nú sagt sera svo: Það er að vísu rétt að þessi kvæði eru dæmigerð
expressjónísk kvæði (enda í velflestum kvæðasöfnum undir nafni
stefnunnar) en þau eru ekki stefnan öll og meiri skyldleika má
hugsanlega finna með öðrum kvæðum expressjónismans. Því er til
að svara að þá ættu þeir hinir sömu að benda á þau kvæði. Ég tel
að Inga Boga mistakist það ætlunarverk sitt að sýna fram á slík
bókmenntaleg vensl, og meðan það hefur ekki verið gert leyfi ég
mér að minnsta kosti að líta svo á að áhrifa frá expressjónisma gæti
ekki í „Söknuði“.19 Ég vil þó skoða lítillega þrjú atriði, sem eru
raunar einu snertipunktar við expressjónismann sem ég kem auga
á í kvæðinu. I 33.-34. línu er talað um dýrmæta eign, „undur“, sem
drukknað hafi „í æði múgsins og glaumsins“. Lýsing á aldarhætti,
ádeila á öldina, einkum stórborgina, en einnig hylling ákveðinna
þátta í borgarlífi, var vissulega algengt þema hjá expressjónistum.
En það var fjarri því að vera einkaeign þeirra, nær lagi er að kalla
þetta alþjóðlegt yrkisefni á fyrstu áratugum aldarinnar. Þessi litla
tilvísun til borgarlífs hrekkur því engan veginn sem vísbending um
,spor‘ expressjónisma í kvæðinu. Svipað er að segja um það þema
sem birtist í 35.-38. línu: Maðurinn sem er rammvilltur í samtíð
sinni, hefur misst áttanna og er jafnvel sjálfum sér framandi, þetta
þema leitaði mjög á skáld og rithöfunda á fyrrihluta aldarinnar,
ekki síst í Þýskalandi og Frakklandi, og er ekki sérstaklega ein-
kennandi fyrir expressjónista þótt það komi vissulega fyrir hjá
þeim. Þriðja atriðið varðar orð Jóhanns, sennilega um „Söknuð“,
í áðurnefndu bréfi til Skúla Þórðarsonar („Bræðrahugur hins nýja
manns, sem telur sig fjöldans lið og brot, andar úr þessum lín-
um“), sem Eysteinn Þorvaldsson leggur út af á þessa leið:
Hér gengst [Jóhann] inn á eitt af einkennum og hugðarefnum expressjón-
ismans - hinn nýja mannskilning. Eftir ragnarök heimsstyrjaldarinnar og
hrun gamla heimsins var sú tilfinning og sú skoðun mjög sterk og almenn
19 Eysteinn Þorvaldsson telur (57) að „Söknuður“ sé eina kvæði Jóhanns þar sem
greina megi expressjónísk einkenni. Ég fæ ekki séð þau þar, en einn er sá stað-
ur hjá Jóhanni þar sem að mínum dómi mætti tala um expressjónísk stílein-
kenni ef menn vilja, og það er lokaerindi kvæðisins „Hvað er klukkan?" (sem
ort er í seinasta lagi í ársbyrjun 1923). Reyndar er það erindi líkast expressjón-
ísku málverki en orðfærið minnir á það sem kallað hefur verið ,Wortballungen‘
(orðahrúgöld) í téðum skáldskap.