Skírnir - 01.04.2002, Síða 165
SKÍRNIR
HVAR? ... Ó HVAR?
159
Ekki er ósennilegt að Jóhann hafi einnig þekkt kvæði Platens
(1796-1835) sem þetta er úr:
Der Strom, der neben mir verrauschte, wo ist er nun?
Der Vogel, dessen Lied ich lauschte, wo ist er nun?
Wo ist die Rose, die die Freundin am Herzen trug,
Und jener Kufi, der mich berauschte, wo ist er nun?
Und jener Mensch, der ich gewesen, und den ich lángst
Mit einem andern Ich vertauschte, wo ist er nun?43
(Áin sem þaut við hlið mér, hvar er hún nú?
Fuglinn sem ég hlustaði á syngja, hvar er hann nú?
Hvar er rósin sem vina mín bar við hjarta sér,
og kossinn sem gerði mig ölvaðan, hvar er hann nú?
Og maðurinn sem ég eitt sinn var en annar
er löngu kominn í staðinn fyrir, hvar er hann nú?)
Eg hef tínt þessi dæmi saman til að minna á ljóðhefðina sem
„Söknuður“ á heima í, ekki til að sýna fram á beinar fyrirmyndir
að kvæðinu. Því Jóhann var fyrst og síðast hann sjálfur - Jóhann
Jónsson skáld - og átti sinn einstaka tón þó að bergmál af ljóðum
annarra megi finna í skáldskap hans. Eitt er það orð sem oft kem-
ur fyrir í dæmunum, enda mjög algengt stef í elegískum skáldskap:
orðið sem er upphaf og endir „Saknaðar", spurnarorðið Hvar?
Orðið má heita bókmenntalegt minni, stef í ákveðinni ljóðteg-
und. Af þeim sökum er hæpið að draga af tilvist þess eindregnar
ályktanir um áhrif frá tilteknum kvæðum nema fleira komi til. I
grein sem Vilborg Dagbjartsdóttir skrifaði um „Söknuð“ 1986
bendir hún á ýmis líkindi við kvæðið „Árin líða“ eftir Gest Páls-
son,44 og vissulega eru sum dæmi hennar sláandi, einkum niðurlag
kvæðanna beggja. Hún leiðir að því líkur að Jóhann hafi haft
kvæði Gests í huga, það sé jafnvel kveikjan að „Söknuði". Varla er
það óyggjandi að mínum dómi, flest líkindin má trúlega skýra
með því að bæði kvæðin eru elegíur, bæði enduróma spurnarorð-
ið „hvar“. Þrátt fyrir það tel ég að ekki hafi enn verið bent á það
43 Hér tekið eftir Kleine deutsche Versschule, bls. 57.
44 „Frá draumi til draums“, Tímarit Máls og menningar 1/1986, bls. 64-69.