Skírnir - 01.04.2002, Page 166
160
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
SKÍRNIR
kvæði sem fremur bergmáli í „Söknuði“ en þetta kvæði Gests,45
svo sterkar eru margar röksemdir Vilborgar, og þær verða enn
meira sannfærandi þegar kvæðið er lesið í heild. Til viðbótar við
ákveðin líkindi í orðalagi bendir hún einnig á stöðu skáldanna:
báðir sjá æskuvonir sínar bregðast, báðir eru útlagar erlendis og
yrkja þar sitt raunaljóð, og hún telur að Jóhann setji sig með
nokkru móti í spor Gests. A móti kemur að kvæðin eru við fyrstu
sýn afar ólík, „Árin líða“ er regluleg stakhenda og kvæðinu er áfátt
að mörgu leyti, orðfæri víða slitið og klaufalegt. Auk þess fjallar
Gestur að mestu um eigin sögu og kvæði hans er því fjarri því að
vera ,nútímalýrík‘ að skilningi Jóhanns. En hvernig sem á er litið
þá er afar fróðlegt að bera þessar tvær elegíur saman - með það í
huga að verulegar líkur séu á að önnur sé ort með hliðsjón af
hinni.
Eins og ég minntist á hér að framan er ekki fjarri lagi að ákveð-
ið svipmót, viss líkindi í tóntegund séu með „Söknuði“ og kvæði
eins expressjónistanna sem hér voru leiddir fram, Georgs Trakl.
Þar væri þó að mínum dómi rangt að tala um sameiginleg ex-
pressjónísk einkenni; skyldleikinn er ekki fólginn í slíkum ein-
kennum „Saknaðar" heldur í þeim elegíska anda og elegíska tóni
sem gegnsýrir það kvæði og einnig er að finna í „Grodek“ og fleiri
kvæðum Trakls. Um það er hann nánast einn þeirra skálda sem
venja er að telja til expressjónista.46 Alls óvíst er þó að um nokk-
ur bein áhrif frá Trakl sé að ræða, ég veit ekki einu sinni hvort Jó-
hann hefur lesið kvæði Trakls, sem lést 1914, nema þá þau sem
komu í safninu Menschheitsdámmerung, en þá frægu bók hefur
Jóhann vafalítið þekkt.47
45 Ég tel þó fulla ástæðu til að nefna einnig Dútnó-bálk Rilkes, ekki síst vegna
bragformsins.
46 Ziolkowski (ívitnað rit, bls. 253-54) kallar Trakl „the only expressionist poet
with a conspicuously elegiac temperament“ en bendir á hvernig hann hafi lag-
að tegundina í hendi sér. Að mínum dómi mætti einnig nefna Else Lasker-
Schuler.
47 Bókin Menschheitsdammerung. Ein Dokument des Expressionismus, sem Kurt
Pinthus gaf út 1920, var safn expressjónískra ljóða, hið fyrsta og frægasta sinn-
ar tegundar.