Skírnir - 01.04.2002, Page 167
SKÍRNIR
HVAR? ... Ó HVAR?
161
Feiknin öll eru til af elegískum skáldskap á íslensku, allt frá
„Sonatorreki“ til okkar daga. Hér eru nokkrar alkunnar ljóðlínur
sem upp í hugann koma:
„Mjög erum tregt tungu að hræra“, „Þeim var ekki skapað
nema að skilja", „Svo kveður mann hver er mornar mæddur í
raunum sínum“, „Eftir fimmtíu ára dvöl í Akrahreppi ég má nú
deyja“, „Enginn grætur Islending einan sér og dáinn“, „Svo voru
þínir dagar, sjúkir en fagrir, þú óskabarn ógæfunnar", „Hvar hafa
dagar lífs þíns lit sínum glatað?“, „Frá vitund minni til vara þinna
er veglaust haf“, og svo framvegis.
En ég ætla ekki að fara að snúa athugasemdum mínum um
„Söknuð“ Jóhanns Jónssonar upp í könnun á elegískum kveðskap
á íslensku eða á sérkennum bókmenntagreina. Um það efni hefur
Sveinn Yngvi Egilsson ritað nýlega í bók sinni Arfur og umbylting
þar sem hann fjallar meðal annars um elegíur hjá Jónasi Hallgríms-
syni.48 - Eg vil ljúka þessum athugasemdum með því að vitna í
eftirfarandi orð Sveins Yngva í bókinni, orð sem ég tel að hafi al-
mennt gildi: „Ég hygg að umræða um Hulduljóð yrði markvissari
ef mönnum yrði ljóst hvers konar kvæði þau eru. Það er mikilvægt
að bera kennsl á bókmenntagreinar [...] ekki til að flokka verk
heldur til að skilja þau betur.“49
Góðar ábendingar, sem mér er ljúft að þakka, veittu þau Coletta Biirling, Guðný
Ýr Jónsdóttir, Kristján Árnason, Pétur Þorsteinsson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þor-
geir Þorgeirson og Þorsteinn Gylfason.
48 Arfur og umbylting. Rannsókn á íslenskri rómantík, Hið íslenska bókmennta-
félag og ReykjavíkurAkademían 1999. Sveinn Yngvi styðst í þessum hluta bók-
ar sinnar nokkuð við Alastair Fowler: Kinds of Literature. An Introduction to
the Theory of Genres and Modes, Clarendon Press 1987.
49 Sama rit, bls. 101.