Skírnir - 01.04.2002, Síða 179
SKÍRNIR
KVENNA MEGIN
173
ef gefin eru upp á bátinn gildi eins og mannréttindi, frelsi og jafnrétti. Sig-
ríður er sannarlega þar á meðal. í einni af áhugaverðustu greinum hennar
í bókinni gagnrýnir hún einmitt Judith Butler fyrir það að til þess að
kenningar hennar hafi eitthvert pólitískt bit verði þær að notfæra sér gildi
sem Butler segist hafna. Skoðum þetta nánar.
Gagnrýni Sigríðar á kenningar Judith Butleri
Hér hefur verið fjallað um gagnrýni Sigríðar á eðlishyggju Gilligan,
Chodorow og mæðrahyggju Kvennalistans sem gagnrýni femínísks frels-
issinna. Nú mætti halda að gagnrýni Judith Butler og annarra póst-
módernista á eðlishyggju kæmi úr allt annarri átt. En í umfjöllun sinni um
Judith Butler færir Sigríður einmitt rök fyrir því að gagnrýni Butler og
gagnrýni sem á sér rætur í vestrænni heimspekihefð sé í raun af sama
meiði (bls. 92):
Fullyrðingar Butler um að kynferðissjálfsmyndir séu menningarlegur
og sögulegur tilbúningur, sem sífellt er verið að endurskilgreina, kalla
nauðsynlega á hugmyndina um jafnan rétt til frelsis.
Af hverju gera þær það? Samkvæmt kenningum Butler er bæði kyn og
kynferði afrakstur orðræðu. Stelpa fæðist ekki stelpa heldur verður stelpa
þegar farið er að líta á hana sem stelpu og sérstaklega tala um hana sem
stelpu. Þetta getur gerst við fæðingu og jafnvel í ómskoðun. En fram að
þeim tíma er hún ekki stelpa, og kannski ekkert yfirleitt. Að dómi Butler
taka femínistar, sem kappkosta að skilgreina hvað það er að vera kona,
jafnmikinn þátt í þessari orðræðu sem mótar kynin og kynferðin eins og
aðrir þjóðfélagsþegnar. Hún afneitar öllum tilraunum til að alhæfa um
hvað það sé að vera kona yfirleitt, jafnvel þótt það sé gert í góðum til-
gangi, vegna þess að í lýsingu felist alltaf einnig boðorð. Það að segja að
svona sé kona sé alltaf um leið að segja að svona eigi kona að vera. Þetta
telur hún ala á eðlishyggju, sem aftur á móti setji fólki of þröngar skorð-
ur. Kynferðisskilgreiningar geri þess vegna ekkert annað en að viðhalda
kúguninni. Það sem okkur beri að gera sé að berjast á móti kynferðis-
skilgreiningum og -hlutverkum. En eins og Sigríður bendir á er sjálfræði
til sjálfs- og nýsköpunar „forsenda frelsunar undan kúgandi eða takmark-
andi kynferðisskilgreiningum og -hlutverkum" (bls. 92). Sjálfræði er hins
vegar í vestræna heimspekipakkanum sem Butler vill hafna. En til þess að
kenningar hennar komist á flug þarf hún á sjálfræði og skyldum gildum
að halda. Ef Sigríður hefur rétt fyrir sér í þessu efni mætti e.t.v. líta á
Butler sem frelsissinna þegar öllu er á botninn hvolft, í þeim skilningi sem
ég gerði grein fyrir hér að ofan.
8 Judith Butler, Gender Trouble, New York, 1990.