Skírnir - 01.04.2002, Qupperneq 186
180
BJORN ÞORSTEINSSON
SKÍRNIR
Með öðrum orðum hefur komið í ljós að hið frjálslynda lýðræði er,
þegar öllu er á botninn hvolft, hin „endanlega mynd mennskrar stjórn-
skipunar". Að vísu verðum við jafnframt að viðurkenna að eins og mál-
um er háttað í heiminum í dag hefur hugsjónin um þessa fullkomnu
stjórnskipun ekki ennþá náð algjörlega fram að ganga - hún er misjafn-
lega langt á veg komin frá einu landi til annars, og ekki einu sinni í „stöð-
ugum lýðræðisríkjum“ á borð við Frakkland, Bandaríkin og Sviss hefur
hún fyllilega náð að verða að raunveruleika. Hvað sem því líður er óum-
deilanlegt, það er að segja sannað með skírskotun til sögunnar, að hin
hreina hugsjón um frjálslynt lýðræði er besta stjórnarfar allra tíma, sú
stjórnskipun sem mannskepnan hefur frá upphafi vega leitað að.
II
Snúum okkur nú að bókinni Vofur Marx. Efni hennar má taka saman sem
hér segir: með tilvísun til höfunda á borð við Shakespeare, Valéry,
Heidegger, Fukuyama og Blanchot kynnir Derrida til sögu nýstárlegt
hugtak sem ætlað er að lýsa ákveðinni formgerð í veruleikanum - það er
að segja hugtakið reimleikar (fr. spectralité). I leiðinni andmælir Derrida
hugmyndinni um endalok sögunnar og þá sérstaklega þeirri yfirlýsingu
að marxisminn, og Marx sjálfur, sé „dauður“. Þvert á slíkar hugmyndir
heldur Derrida því fram að „andi marxískrar gagnrýni" eigi nú brýnna er-
indi við samtímann en nokkru sinni fyrr.17 Yfirlýst ætlunarverk Derrida í
Vofum Marx er raunar að storka hinni ríkjandi orðræðu um verk og
hugsun Marx; orðræðu sem að sögn Derrida einkennist af lotubundnum
sefjunarsöng með eftirfarandi viðlagi: „Marx er dauður, kommúnisminn
er dauður, steindauður, með öllum sínum vonum, öllum sínum orðum,
öllum sínum kenningum og athöfnum, lifi kapítalisminn, lifi markaður-
inn, lengi lifi hin efnahagslega og pólitíska frjálslyndisstefna!" (90). I and-
ófi Derrida gegn sönglanda þessum leikur reimleikahugtakið lykilhlut-
verk. Strax í upphafi bókarinnar skýrir Derrida áhuga sinn á þessu hug-
taki með tilvísun til réttlætisins: „Eg býst nú til að tala í löngu máli um
vofur, um arfleifð og kynslóðir, um kynslóðir af vofum, það er að segja
um ákveðna ahra sem eru hvorki nærstaddir né lifandi í nútíðinni, hvorki
fyrir framan okkur né í okkur né utan við okkur - og þetta tekst ég á
hendur í nafni réttlœtisins“ (15). Tökum nú til athugunar hvernig Derrida
beitir hugtökunum um reimleika og réttlæti í greiningu sinni á því sem
hann nefnir „málskrúð hins nýja fagnaðarerindis“ (103) í skrifum Francis
Fukuyama.
17 Sbr. t.d. Derrida, Spectres de Marx, bls. 116. Héðan í frá er vísað til bókarinnar
innan sviga í meginmáli greinarinnar.