Skírnir - 01.04.2002, Síða 188
182
BJORN ÞORSTEINSSON
SKÍRNIR
Þannig beita þeir fylgismenn frjálslyndisstefnunnar sem aðhyllast hug-
myndir Fukuyama hugtakinu um „empíríska atburði" í þeim sérstaka til-
gangi að dæma úr leik hvaðeina sem stangast á við hina hreinu hugsjón
um frjálslynt lýðræði. En svo undarlega vill til að þessi hugsjón verður
sjálf ekki réttlætt nema með tilvísun til sögulegra atburða. Ætli fylgis-
menn frjálslyndisstefnunnar að halda því fram að sögunni sé raunveru-
lega lokið, og að sýnt hafi verið vísindalega fram á að hið frjálslynda lýð-
ræði sé „besta stjórnarfar sem mögulegt er“, þá hljóta þeir að skírskota til
empírískra atburða. Frjálslyndissinnar verða þannig uppvísir að tvöfeldni
hvað varðar hugtakið um sögulega staðreynd: annars vegar eru „mikil-
vægar" sögulegar staðreyndir sem eiga þátt í að færa sönnur á tilgátu
þeirra, en hins vegar eru staðreyndir sem í raun eru ekkert annað en „ein-
faldar, ómerkilegar staðreyndir“ sem hafa enga röklega þýðingu, hreinar
sögulegar tilviljanir sem ýta má orðalaust til hliðar. Eða eins og Fuku-
yama orðar það: „‘Sagan’ er ekki gefin milliliðalaust, hún er ekki einvörð-
ungu bókhald um allt það sem átti sér stað í fortíðinni, heldur er hún
meðvituð viðleitni til sértekningar sem felst í því að við skiljum mikilvæga
atburði frá þeim sem eru ekki mikilvægir.“19 Derrida lýsir sjónhverfing-
unum sem hér eru á ferðinni, með tilvísun til Fukuyama, á eftirfarandi
hátt:
[...] annars vegar (með annarri hendinni) hampar hann ákveðinni
rökfræði hins empíríska atburðar sem hann þarf á að halda þegar mál-
ið snýst um að staðfesta loksins endanlegan ósigur hinna svokölluðu
marxísku ríkja og alls þess sem hindrar aðgang að hinu fyrirheitna
landi efnahagslegrar og pólitískrar frjálslyndisstefnu, en hins vegar
(með hinni hendinni) varpar hann, í nafni hinnar yfirsögulegu og nátt-
úrulegu hugsjónar, rýrð á þessa sömu rökfræði hins svokallaða empír-
íska atburðar, hann þarf að láta hana róa til þess að komast hjá því að
skrifa á reikning hugsjónarinnar, og hugmyndarinnar um hana, það
sem stangast svo hróplega á við hana: í einu orði sagt, allt það illa, allt
það sem gengur ekki vel í hinum kapítalísku ríkjum [...]. (117-118)
Að þessu sögðu er rétt að ítreka að Fukuyama virðist á köflum horfast
í augu við óréttlætið sem við blasir í frjálslyndisþjóðfélögum samtímans
og líta svo á að þar séu komin merki þess að hugsjón frjálslyndisstefnunn-
ar hafi enn ekki náð fyllilega fram að ganga. Með slíka góðviljaða túlkun
á ógöngum frjálslyndisstefnunnar í huga skrifar Derrida:
Gerum til bráðabirgða ráð fyrir því að allt það sem gengur ekki vel í
heiminum í dag sé ekki annað en vitnisburður um misræmið milli hins
empíríska veruleika og hugsjónarinnar sem stefnt er að, hvort sem
19 Fukuyama, The end of history and the last man, bls. 138.