Skírnir - 01.04.2002, Page 195
JÓN ÓLAFSSON
Menntun, reynsla og hugsun
Heimspekilegur pragmatismi
John Dewey
Hugsun og menntun
KHÍ, Reykjavík 2000
(Gunnar Ragnarsson þýddi)
John Dewey
Reynsla og menntun
KHÍ, Reykjavík 2000
(Gunnar Ragnarsson þýddi)
Sú tegund heimspeki sem gengið hefur undir nafninu pragmatismi, í
seinni tíð jafnvel klassískur pragmatismi, er ein afurð vísindatrúar og ver-
aldarhyggju 19. aldar. Hún er tilraun til að takast á við vanda nútímaþjóð-
félags og til að henda reiður á helstu einkennum þess: stöðugri fram-
leiðslu þekkingar og ótakmörkuðum breytileika viðhorfa og verðmæta-
mats. Pragmatismi er ekki síður eindregin viðleitni til að losna undan
kreddum, gömlum og nýjum; undan kennisetningum sem setja hugsun-
inni of þröngar skorður. Áhugi pragmatista lýtur einmitt að hugsun
mannsins og því sem við getum kallað afurðir þessarar hugsunar. Hverj-
ar eru þær? Hvernig móta þær líf, reynslu og skynjun? Hvernig er hægt
að hafa áhrif á framleiðslu þeirra?1
Heimspekilegur pragmatismi lenti mestan hluta 20. aldarinnar til hlið-
ar við helstu umfjöllunarefni heimspekinnar. Á undanförnum árum hefur
þetta breyst. Samtímaheimspekingar á borð við Richard Rorty og Hilary
Putnam í Bandaríkjunum, Júrgen Habermas og Karl Otto Apel í Þýska-
landi, hafa endurnýjað kynnin við gömlu pragmatistana og sýnt fram á að
mörg verk þeirra eiga mikið erindi enn þann dag í dag. Hér er ætlunin að
gera grein fyrir heimspekilegum pragmatisma í ljósi þróunar síðustu ára.
Ég mun beina athyglinni sérstaklega að einum höfundi pragmatismans,
bandaríska heimspekingnum John Dewey (1859-1952), en nýlega komu
tvö rit hans út í íslenskri þýðingu Gunnars Ragnarssonar. Það var sann-
arlega kominn tími til að verk þessa merka heimspekings og menntafröm-
uðar væru gefin út hér á landi. Dewey er með afkastamestu heimspeking-
1 Höfundur naut styrks úr Vísindasjóði við samningu þessarar greinar.
Skírnir, 176. ár (vor 2002)