Skírnir - 01.04.2002, Side 196
190
JÓN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
um fyrr og síðar og hafði á sínum tíma mikil áhrif á mörgum sviðum, ekki
síst í menntamálum. Það sem á við um pragmatista almennt á við um hann
sérstaklega: Mörg lykilrit hans, sem um áratuga skeið töldust lítt við hæfi
alvarlegra heimspekinga, eru nú lesin af nýjum áhuga.2
I því sem á eftir fer fjalla ég fyrst um pragmatisma í sögulegu ljósi og
reyni að skýra hvað hann er og hvað ekki.3 Ég færi einnig rök fyrir því að
best sé að skilja hugsun pragmatista með hliðsjón af ýmsum hræringum í
raunvísindum og félagsvísindum á síðari hluta 19. aldar, ekki síst þróun-
arkenningu Darwins. Þá mun ég reyna að sýna fram á hvaða erindi sjón-
armið gömlu pragmatistanna eiga inn í samtímaumræðu heimspekinnar. í
síðari hluta greinarinnar beini ég athyglinni sérstaklega að ritunum tveim-
ur eftir Dewey sem hafa nú komið út á íslensku. Þau eru Hugsun og
menntun (How We Think) og Reynsla og menntun (Experience and Ed-
ucation). Þó að ritin tvö fjalli fyrst og fremst um menntun þá gefa þau
ágæta innsýn í heimspeki Deweys í heild sinni.4
2 Margir sem nefnt hafa pragmatisma í íslenskum verkum hafa viljað, að þjóðar-
sið, skýra hann einhverju íslensku nafni. Mörg heiti hafa verið notuð. Gunnar
Ragnarsson kallar hann verkhyggju. Guðmundur Finnbogason, sem þýddi fá-
einar ritgerðir pragmatista á íslensku snemma á 20. öld, kallaði hann starfhyggju.
Orðin hentistefna, notahyggja og gagnhyggja hafa einnig verið notuð. Ég mun
halda mig við tökuorðið pragmatismi en þó yfirleitt tala um heimspekilegan
pragmatisma til aðgreiningar frá pólitískum pragmatisma. Ástæða þess að ég kýs
að þýða orðið ekki er sú að það vísar til ákaflega almennrar kenningar eða lífs-
afstöðu. Því finnst mér nauðsynlegt að forðast heiti sem gefa í skyn að hér sé um
einsleita kenningu eða hugmyndafræði að ræða. Orðið pragmatismi hefur nú
þegar áunnið sér þegnrétt í íslensku og því er engin ástæða til annars en að nota
það áfram.
3 Þegar talað er um pragmatista án frekari skýringar er yfirleitt átt við bandarísku
heimspekingana Dewey, William James (1842-1910), Charles Peirce (1839-
1914) og George Herbert Mead (1863-1931). Hér er einnig átt við þessa heim-
spekinga þegar rætt er almennt um pragmatista. Nokkrir heimspekingar vestan
hafs og austan hafa á síðustu áratugum fléttað kenningar pragmatistanna æ meir
inn í kenningar sínar. Þetta á sérstaklega við um þá Hilary Putnam og Richard
Rorty, en einnig Þjóðverjana Júrgen Habermas og Karl Otto Apel. Þó að Rorty
sé einn þessara heimspekinga um að kalla sig pragmatista þá má með nokkrum
rökum hafa það heiti um þá alla. Ég mun þó að mestu láta það vera, en bið les-
andann að hafa í huga að heimspekilegur pragmatismi einkennir verk fleiri heim-
spekinga en þeirra sem hefðbundið er að kalla pragmatista.
4 John Dewey, Hugsun og menntun KHÍ, Reykjavík, 2000 [eftirleiðis auðkennt
sem Dewey 2000a], þýðandi Gunnar Ragnarsson. Frumútgáfa How We Think,
Heath, Boston, 1933, en það var mikið endurskoðuð útgáfa hins upphaflega
verks How We Think, Heath, Boston, 1910. John Dewey, Reynsla og menntun
KHÍ, Reykjavík 2000 [eftirleiðis auðkennt sem Dewey 2000b], þýðandi Gunn-
ar Ragnarsson. Frumútgáfa Experience and Education, McMillan, New York,
1938.