Skírnir - 01.04.2002, Síða 205
SKÍRNIR
MENNTUN, REYNSLA OG HUGSUN
199
Trú á lýðræði, sem gengur eins og rauður þráður í gegnum heimspeki
Deweys, greinir hann með afgerandi hætti frá heimspekingum á borð við
Michel Foucault sem sér lýðræði í ljósi valds og yfirráða. Dewey gerði
ráð fyrir því að tiltekin skipan gæti tryggt skynsamlega og óháða orðræðu
og má tvímælalaust telja þessa forsendu veikleika í kenningu hans.21 En
þetta sýnir vel að viðfangsefni pragmatista varða ágreining innan megin-
landsheimspeki um stöðu og afl skynseminnar sem staðið hefur síðustu
áratugi og kemur hvað best fram í deilu þeirra Michels Foucault og Júrg-
ens Habermas. Pragmatisminn, og hér á ég einkum við heimspeki
Deweys, hafnar í raun hvoru tveggja, skynsemishyggju Habermas og
Frankfurtarskólamanna og valdagreiningu Foucaults og annarra póst-
strúktúralista.22
Dewey telur að lýðræði og darwinismi eigi margt sameiginlegt.
Darwinisminn afhjúpi blekkingar frumspeki og verufræði og á sama hátt
afhjúpi lýðræðið blekkingar alræðis- og útópíukerfa. Það er í þessum
skilningi sem heimspeki samfélags og menntunar og heimspeki þekking-
ar og vísinda fara saman. Sumir gagnrýnendur pragmatista hafa sakað þá,
einkum Dewey, um að vilja nauðbeygja vísindin til þess að þjóna tiltekn-
um samfélagslegum hagsmunum hverju sinni.23 En þetta er mistúlkun.
Að mati pragmatista eiga vísindin ekki að þjóna fyrirframgefnum hags-
munum heldur eiga þau að leysa menn undan þeirri blekkingu að eitthvað
annað en gagnrýnin rannsókn og endurskoðun geti verið grundvöllur að
skynsamlegu mati á hagsmunum og gildum.24
Margt af því sem félagsfræðingurinn Zygmunt Bauman hefur látið frá
sér fara minnir á pragmatisma Deweys. Bauman leggur t.d. mikla áherslu
á hlutverk óvissunnar í siðferðishugmyndum manna og bendir á að sú
staðreynd að við erum „ein í heiminum" skapi óleysanlegan vanda. Sá
veruleiki verði ekki flúinn. Þess vegna hljóti sú siðfræði sem eitthvað er
um vert fyrst og fremst að glíma við þennan vanda samtímans: „Nútíma-
21 John Dewey, „Liberalism and Social Action" [1935], The Essential Dewey, 1.
bindi, Indiana University Press, Indianapolis, 1998, bls. 332-333.
22 Sjá Paul Rabinow (ritstj.), The Foucault Reader, Pantheon books, New York,
1984, bls. 373. Sjá einnig greinar eftir Michel Foucault („Hvað er upplýsing?“)
og Jiirgen Habermas („Ör í hjarta samtímans") í Skírni, 167. ári, hausthefti
1993, bls. 387-412.
23 Bertrand Russell var á sínum tíma áberandi andstæðingur pragmatista. Sjá
gagnrýni hans á Dewey í „Professor Dewey’s Essays in Experimental Logic“
[1919], Dewey and his Critics, ritstj. Sidney Morgenbesser, Journal of
Philosophy, 1977 og „Dewey’s New Logic“, The Philosophy of John Dewey,
The Library of Living Philosophers, 1. bindi, ritstj. Paul Schilpp, Open Court
Publishing Company, Chicago/La Salle, Illinois, 1939.
24 John Dewey, Logic: The Theory of Inquiry [1938], The Later Works, 12. bindi,
University of Southern Illinois Press, Carbondale, 1986, bls. 527.