Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 209
SKÍRNIR
MENNTUN, REYNSLA OG HUGSUN
203
sínu og ígrundar það. Þannig er hugsun skapandi atferli og í öllu skapandi
atferli er hugsun. Að því leyti má leggja að jöfnu hversdagslegar athafnir,
listsköpun, kennslu, nám, vísindaiðkun eða aðra starfsemi. Listamaður-
inn stendur frammi fyrir vitsmunalegum vanda ekki síður en vísindamað-
urinn, kennarinn, læknirinn eða dómarinn. Viðfangsefni Deweys var að
lýsa hugsun eða rannsókn í nákvæmlega þessum skilningi, kanna hana og
aðferð hennar. Með því að skoða aðferð hugsunarinnar vildi Dewey líka
finna leiðir til að bæta hana. Menntun og kennsla er kjörinn vettvangur til
að rannsaka hugsun og þar er einnig hægt að hrinda í framkvæmd hug-
myndum um hvernig megi bæta hana eða þroska. Því er Hugsun og
menntun það rit Deweys sem gerir einna best grein fyrir þessum þætti
heimspeki hans.
Dewey lagði mikla áherslu á það sem hann kallaði vitræna aðferð
(method of intelligence) og hún var leiðarstef í skólastarfi eins og hann sá
það fyrir sér. Vitræn aðferð í skólastofunni hefur tvö meginmarkmið.33
Hún er aðferðin sem nemendurnir beita til að auka þekkingu sína, en hún
er líka og ekki síður aðferð sem á að auka getu þeirra til að afla sér frek-
ari þekkingar. Gunnar þýðir intelligence yfirleitt með skynsemi og hefur
fyrir því ákveðin rök. Reason og rationality, sem venja hefur verið að hafa
orðið skynsemi yfir á íslensku, kallar hann rökvísi. Hér held ég að betur
hefði farið á því að halda sig við vit, vitrænn og vitsmunalegur, því Dewey
er yfirleitt að benda á að vanda megi taka vitsmunalegum eða vitrænum
tökum, auk annarra nálgana. Það er þó alveg rétt hjá Gunnari að Dewey
lagði dálítið aðra merkingu í skynsemishugtakið heldur en venjan er í
vestrænni heimspeki.34
Dewey var byltingarmaður í skólastarfi. Hann barðist ákaft gegn gam-
aldags ítroðsluaðferðum og taldi að fjölbreytt námsefni og áhersla á
virkni nemendanna skiptu meginmáli í skólanum. Hann var þó einnig
mjög gagnrýninn á innantóma andstöðu við gamlar aðferðir og taldi að
oftar en ekki væri verr af stað farið en heima setið, þegar ráðist væri gegn
úreltum aðferðum og viðhorfum án þess að menn hefðu hugsað það til
enda hvað þeir hefðu fram að færa í staðinn.35 í greininni „My Pedagog-
ic Creed", sem Dewey skrifaði 1897, lýsti hann skólanum sem samfélagi
þar sem nemendum væri ætlað að vinna saman að þeim verkefnum sem
best hæfðu þroska þeirra og getu. Berjast bæri gegn þeirri rökvillu að
33 Sjá John Dewey, Democracy and Education [1915], Free Press, New York,
1966, bls. 354. Endurprentuð sem The Middle Works, 9. bindi, Southern Ulinois
University Press, Carbondale, 1980.
34 Gunnar Ragnarsson, formáli að Reynsla og menntun, bls. 20-21. Sjá einnig
Barbara S. Stengel, „Making use of the Method of Intelligence", Educational
Theory, 51, 1, 2000, bls. 124.
35 Dewey 2000b, bls. 28-29.