Skírnir - 01.04.2002, Page 213
SKÍRNIR
MENNTUN, REYNSLA OG HUGSUN
207
úrslitaatriði um skilning í raunvísindum eða stærðfræði og svo má áfram
telja.
Sé Hugsun og menntun lesin í þeim anda að hún eigi erindi við alla þá
sem láta sig hugsun og menntun einhverju skipta í samtímanum þá sjáum
við að þrátt fyrir aldur bókarinnar hefur boðskapur hennar ekki þynnst
út eða misst mikilvægi sitt. Hún er líka áhugaverð fyrir þá sem vilja kynna
sér rannsóknakenningu Deweys í hnotskurn.
Reynsla og menntun
í Reynslu og menntun (Experience and Education) dregur Dewey saman
helstu atriði skólastefnu sinnar og færir rök fyrir þeirri meginskoðun
sinni að grunnþáttur slíkrar stefnu sé heimspekileg kenning um reynsl-
una. Dewey heldur tvennu fram um samband menntunar og reynslu sem
vert er að gefa gaum. Hann segir að skóli og skólaganga verði ekki með
góðu móti skipulögð nema á grundvelli hugmyndar um hvernig hafa megi
áhrif á þroska og vitsmunalíf með því að stýra eða móta reynslu. Hann
segir einnig að grundvallaratriði menntaheimspeki sé vel ígrunduð kenn-
ing um samband reynslu og sannfæringar, athafna eða vana.43 Síðara at-
riðið varðar kjarnann í heimspeki Deweys, reynsluhugtakið. Reynsla og
menntun er að því leyti góður inngangur að heimspeki Deweys að í bók-
inni fjallar hann skýrt og skilmerkilega um reynsluhugtak sitt og reynslu-
kenningu og á mun aðgengilegri hátt en víðast hvar í ritum sínum.
En hver er í stuttu máli kenning Deweys um reynsluna? í fyrsta lagi er
hér um sálfræðilega greinargerð að ræða. Kenningin á við um persónulega
reynslu. í öðru lagi er markmiðið með henni að skýra starfræn tengsl, or-
sakasamhengi fyrirbæra, frekar en að draga upp verufræðilega mynd.
Dewey hefur mál sitt á mælskuspurningu: „Hvaða ástæðu höfum við til
að ætla að frjáls og lýðræðisleg skipan sé betri en kúgun og valdbeit-
ing?“44 Svarið við spurningunni á að vísa leiðina að því sem er kjarni
reynslunnar: Ef við viljum gefa eitthvert svar við henni hlýtur það að vera
á þá leið að hin almenna skipun frelsis sé líklegri til að auðga reynslu
manna, gera hana fjölbreyttari og þar með frjórri til framleiðslu nýrra
hugmynda, heldur en reynsla sem haldið er í skefjum með valdbeitingu.
Þetta svar byggist á annarri meginhugmynd, en hún er sú að vani
(habit), í persónulegum jafnt sem almennum skilningi, mótist fyrir
reynslu. Þetta virðist svo augljóst að vart taki því að nefna það, en hér vís-
ar Dewey til vana í víðari merkingu en venja er. Fyrir honum nær vani
ekki aðeins til athafna og starfshátta heldur einnig og ekki síður til reynsl-
unnar sjálfrar, skynreynslu og vitsmunalegrar reynslu. Dewey orðar þetta
43 Sjá Dewey 2000b, bls. 38 og 45.
44 Sjá Dewey 2000b, bls. 31-33.