Skírnir - 01.04.2002, Page 215
SKÍRNIR
MENNTUN, REYNSLA OG HUGSUN
209
ar á að skólinn gangi jafnlangt og hann hefði viljað. Enn er algengt að
námsgreinar séu takmarkaðar við það sem nauðsynlegt er talið að nem-
endur kunni og aðrar greinar látnar víkja í stað þess að stuðla að því að
þær styðji hver aðra. Eins og á dögum Deweys eru slíkar tilraunir enn í
höndum sérstakra skóla sem oftast eru reknir til hliðar við opinbert
skólakerfi.47
Heimspeki sem skólaspeki
í báðum bókunum sem ég hef fjallað um er það fyrst og fremst skólamað-
urinn Dewey sem hefur orðið, og sá Dewey lét sér einkum og sér í lagi
umhugað um þroska, uppeldi og menntun barna og unglinga. Eins og ég
hef bent á skín hvað eftir annað í umfangsmeira heimspekikerfi að baki
þessum hugleiðingum og sú heimspeki er bæði frumleg og ögrandi. En al-
veg eins og skólaspeki Deweys er reist á almennari hugsun um heimspeki,
er heimspeki hans í heild mótuð af skólaspekinni. Því má segja að sérstaða
Deweys sé fólgin í þeirri áherslu sem hann leggur á menntun og þroska í
heimspeki sinni og ekki er fjarri lagi að kalla heimspeki hans þroska- eða
mennta- eða skólaspeki.
Sú leið sem Dewey fer að vanda mannlegs lífs, að hugsun um veru og
eðli mannsins, leggur fjölbreytileika mannlegrar náttúru og umhverfis til
grundvallar. Dewey hafnar öllum tilraunum til að festa í sessi einhverja
tiltekna skoðun um hver sé kjarni tilvistar mannsins, veruleika hans eða
náttúrunnar eins og hún leggur sig. Hér mótast hugmyndir hans af kenn-
ingu Darwins og öllum afleiðingum hennar. Vandi heimspekinnar sé ekki
sá að sýna fram á að maðurinn sé dæmdur til tiltekinna aðstæðna, eða að
veruleiki hans hljóti að vera með einum hætti frekar en öðrum. Verkefn-
ið sé fólgið í því að hugleiða með hvaða hætti maðurinn geti haft þau áhrif
á umhverfi sitt og sjálfan sig sem hann ákveður sjálfur, og jafnframt að at-
huga á hvaða forsendum hægt er að meta slíkar ákvarðanir.
Ljóst er að Dewey var ekki frumspekilegur hugsuður í skilningi heim-
spekinga fyrri alda en það er nokkuð útbreiddur misskilningur að hann
og aðrir pragmatistar hafni frumspeki. Dewey hafnaði ekki annarri heim-
speki en þeirri sem þykist höndla sannleikann í eitt skipti fyrir öll og set-
ur fram endanlega yfirlýsingu um eðli veruleikans. Dewey taldi vissulega,
eins og Wittgenstein og fleiri heimspekingar, að mörg helstu vandamál
heimspekinnar væru gervivandamál. En þetta væri þó ekki aðalatriðið:
Mestu máli skipti að leiða heimspekilega hugsun út úr þeirri blindgötu
sem frumspeki fyrri alda og óhóflega þröng hugmynd um skilyrði mann-
47 Sjá t.d. Aðalnámskrá grunnskólanna á vef menntamálaráðuneytisins: http://
brunnur.stjr.is/interpro/mrn/mrn.nsf/pages/upplysingar-utgefid-
Adalnamskra-forsida.