Skírnir - 01.04.2002, Side 217
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
Til trafala og utanveltu
Urn myndlist Margrétar H. Blöndal
Hinn 16. nóvember 2001 festi Margrét H. Blöndal, handhafi Richard
Serra-styrksins fyrir árið 2002, bleikar A4-pappírsarkir utan á reykháfa á
níu húsum við Bárugötu, Oldugötu og Stýrimannastíg. Arkirnar voru
auðar, nema hvað á þeim var að finna fitugar útlínur hversdagshluta sem
teiknaðar höfðu verið með ólífuolíu. Þetta verk var í flokki um-
hverfistengdra verka sem þau Ásmundur Ásmundsson og Gabríela Frið-
riksdóttir höfðu hleypt af stokkunum undir heitinu „Listamaðurinn á
horninu".
Það var hvasst þennan dag, og þótt reynt væri að fergja bleikar arkirn-
ar eða festa þær með vírum, hurfu þær fljótt út í buskann. Þá fórst að
mestu fyrir að skrásetja framkvæmdina - myndbandsupptökuvélin
gleymdist og menn lentu í basli með stafræna myndavél - en listakonan
segir að það væri á skjön við eðli verksins og sjálfa athöfnina að endur-
taka hana í betra veðri og með betri tæki við höndina.
Fyrir þann sem þetta skrifar fólst þýðing verksins ekki í því sem það
sýndi, heldur í frásögn listakonunnar af því sem gerðist, lýsingu hennar á
því hvernig hana svimaði þegar upp var komið, á útsýninu yfir bæinn, á
fegurð og samræmdu yfirbragði reykháfanna sem hún sá, á því hvernig
þeir komu henni fyrir sjónir eins og lungu húsanna, á pappírsörkunum
sem drukkið höfðu í sig andblæ af frásögn.
Þetta verk, eða öllu heldur frásögnin af þessu verki, vitnar um sérstak-
an áhuga Margrétar á afmörkun fyrirbæra eða hugmynda og á upplausn
þeirra eða útbreiðslu. Þessi áhugi hefur einkennt margt af því sem lista-
konan hefur tekið sér fyrir hendur á þeim fimm árum sem liðin eru frá því
að hún útskrifaðist með MFA-gráðu úr Mason Gross-listadeildinni við
Rutgers-háskóla.
Oft og tíðum eru verk Margrétar mitt á milli hins hlutlæga og hverf-
ula. Á árunum 1999-2001 gerði hún verk sem hún nefndi „Flugbréfsefn-
isteikningar" á arkir úr bláu bréfsefni, en á þær ritaði hún stuttar frásagn-
ir í dagbókarstíl á ensku, lýsingu á bárujárnsþaki sem hún sá einhvern
tímann út um glugga, æskuminningu af því þegar hún notaði lauf af trjá-
víði sem „aðgöngumiða", upprifjun á draumi um barn sem þiggur mat úr
goggi rjúpu og loks lýsingu á matreiðslu rjúpunnar á jólum. Vélrituðum
textunum fylgja óreglulega lagaðir blettir, gerðir með ólífuolíu. Uppruna-
Skírnir, 176. ár (vor 2002)