Skírnir - 01.04.2002, Page 220
214
EVA HEISLER
SKÍRNIR
í Lundi í Svíþjóð árið 1998. Síðan hefur listakonan fengist við frekari at-
huganir á forminu og andhverfu þess, á þyngd hlutanna og fjaðurmagni,
og notað til þess ýmsar útgáfur af gifs/blöðruhlutunum sem hér voru
nefndir. I nýlegri tilbrigðum við þessa hluti, sem sýnd voru við Lúbós-
trón-höllina í Póllandi, notar Margrét blöðrur sem búið er að fóðra að
innan með tveimur eða þremur öðrum blöðrum. Þessar blöðrur eru því
gerðar úr tveimur eða þremur gúmmílögum, en við það verða allir hnútar
á þeim marglitir og hnúðóttir. Þetta hefur áhrif á það hvernig við skynj-
um helstu eðliseinkenni þeirra, gegnsæi og þyngd, auk þess sem gifsverk-
in umturna hugmyndum okkar um innra byrði, ytra byrði og ranghverfu
hlutanna.
Listakonan hefur einnig unnið töluvert með efnivið sem tengist rúm-
fatnaði. Á einkasýningu sem hún hélt í Galleríi Sævars Karls árið 1998 var
að finna rúmlök í samfloti með steinsteypuúrgangi. í einu tilviki virtist
þessi úrgangur eins og hrynja út úr undirsæng, og í stað fjaðrandi dýnu
var komið oddhvasst grjót og steypa. í þessum eldri verkum tæpir lista-
konan á því hvernig gengið hefur verið á einkarými einstaklingsins þannig
að ytra rými skreppur saman í líkamann.
I nýrri útgáfum þessara verka notar Margrét gúmmíbolta í stað
steypuúrgangsins. I einu herbergi Lúbóstrón-hallarinnar kom hún fyrir
dýnu úr barnarúmi, samanvöðlaðri og uppréttri að hluta, og stakk leik-
fangabolta inn í saumsprettu á henni. Á sýningu sem haldin var í Sjón-
listamiðstöðinni í Milwaukee var að finna verk, þar sem hún hafði troðið
boltum af ýmsum stærðum inn í stórar einingar úr svampi, sem ýmist
höfðu verið brotnar saman eða sargaðar í sundur. Annað verk gerði Mar-
grét með því að setja fjölda gúmmíbolta inn í samanbrotna svampdýnu.
Eldri verkin í þessum anda vekja upp hugmyndir um innilokun eða höft,
en í þeim nýrri er hins vegar teflt saman efniviði sem tengist líkamlegri
hvíld og öðrum efnum eða hlutum sem tengjast leikjum eða tilviljunar-
kenndum hreyfingum. mislegt er sammerkt með þessum verkum og
verkunum úr gifsi og blöðrum; efnivið sem tengist afmörkun eða innilok-
un er teflt gegn efnum sem gefa til kynna upplausn eða endalok formsins.
í nýjustu verkum listakonunnar einkennast vinnubrögð hennar af
áreynslulausri leikni. Á sýningu hennar í Nýlistasafninu (16. mars-14.
apríl 2002) má sjá eftirfarandi verk: bólstraðan og hnúðóttan skækil hang-
andi á spýtu; fatahrúgu, þar sem djarfar fyrir tveimur gúmmíboltum inni
á milli sauma, en í hrúgunni miðri er einnig að finna spýtu og efst á henni
er helmingurinn af gúmmíbolta; rúmteppi sem er einungis stoppað að
hluta, og til endanna, þar sem ekkert stopp er að finna, er búið að koma