Skírnir - 01.04.2002, Page 222
216
EVA HEISLER
SKÍRNIR
nokkrum stöðum. Sá sem potar í einhvern reynir að ýta við honum til að
fá athygli hans eða stökkva honum á brott. Ekki veit ég hvernig mynd-
rænt pot lítur út, en ég ætla að leyfa mér að vera ósammála þessari skýr-
ingu listakonunnar, því að þessi verk koma mér ekki fyrir sjónir sem ögr-
anir, hvorki útlitslega né rýmislega. Potið í Margréti sprettur af óskhyggju
sem verk hennar standa ekki undir enn sem komið er. Þegar ég nú reyni
að koma orðum að því hvernig ég upplifi þessi verk, kemur upp í hugann
saga sem listakonan sagði mér fyrir u.þ.b. fjórum árum. Einhvern tímann
í æsku sat hún í eldhúsinu hjá ömmu sinni, fór höndum um gamlar
tyggigúmmíklessur sem frændsystkini hennar höfðu skilið eftir undir
borðplötunni og um æðar hennar hríslaðist hvort tveggja í senn, aðdáun
yfir bíræfni frændsystkinanna og nautn yfir því að mega handfjatla um-
merki þessarar bíræfni.
í verkum Margrétar er kannski ekki að finna hreina og klára bíræfni,
en þau hafa til að bera ófyrirleitni forma eða fyrirbæra sem hafa þá nátt-
úru að sanka einhverju að sér, fremur en að verða safngripir annarra. Þau
kalla fram hugmyndir um það sem er til trafala og utanveltu.
Oft hefur verið vitnað í eftirfarandi skýringu Margrétar: „Ég vil að
verk mín séu tilviljunarkennd, þannig að það líti út fyrir að þau hafi
sprottið upp úr gólfinu eða dottið neðan úr loftinu." En verk Margrétar
detta ekki neðan úr loftinu. Þó svo að tilviljanir eigi þátt í tilurð þeirra, er
þeim ævinlega skipulega fyrir komið. Hér á sér stað togstreita milli hug-
myndarinnar um verkið, sem samsafn þess sem er á skjön eða utanveltu,
og verkið sem mótandi afl í rýminu. Þessa togstreitu verður listakonan að
leiða til lykta með einhverjum hætti. Og þegar ég gaumgæfi þessi verk
hvarflar stundum að mér að hún hafi ekki gert upp við sig hvort hún vilji
láta þau ryðja sér til rúms eða svífa á brott.
Eva Heisler
Þessi grein er byggð á eldri grein sem nefnist „Dottin neðan úr Ioftinu“
og birtist í sýningarskrá sem gefin var út í tengslum við sýninguna
„Lundur“ (18. apríl-24. maí 1998) í Listaskálanum í Lundi, Svíþjóð, og
endurprentuð í sýningarskrá vegna samsýningarinnar „Norden - Ný
myndlist frá Norður-Evrópu" (26. maí-19. september 2000) í Kunsthalle
í Vínarborg. Enskan frumtexta greinarinnar má nálgast með því að hafa
samband við höfundinn á netfanginu eheisler@akademia.is.
Aðalsteinn Ingólfsson þýddi