Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 28
Þ o r s t e i n n Þ o r s t e i n s s o n 28 TMM 2011 · 1 Annað erindið hefur hinsvegar sérstöðu ekki einasta í sjöunda ljóði heldur ljóðaflokknum öllum. Það má heita hrein ræktaður súrrealismi. Einstök orð og jafnvel línur eru auð skil in (‚dags eldur‘, sbr. orðin aftur- elding og það eldar af nýjum degi) en ekkert samband er á milli ljóð- lína, hvorki röklegt né eiginlega setninga fræði legt (þótt svo eigi að heita milli annarrar og þriðju línu); og sam teng ingin eins og megnar hér varla að sann færa lesanda um líkindi eða tengsl („eins og gler“). En fyrst og fremst skortir erindið tilfinningalegan botn, það vekur sáralítil hug- hrif. Oft hefur verið talað um súrrealísk áhrif í Tímanum og vatninu, og niður staða Arnar Ólafssonar af rann sókn sinni á ljóða flokknum er til að mynda þessi: Af öllu framansögðu, einkum mótsögnum og samhengisleysi, álykta ég að Tíminn og vatnið sé dæmigerður súrrealismi …42 Ég er honum ósammála, og vísa þá meðal annars til framangreinds ann- ars erindis sem ég tel að skoða megi sem gott dæmi um súrrealisma. Það er hins vegar mjög fjarri því að vera dæmigert fyrir flokkinn. Það sker sig úr fyrir þær sakir að það er undantekning frá þeirri meginaðferð Steins að vekja hug hrif með einstökum orðum, orðasamböndum og myndum. Sem er út af fyrir sig arfur frá symbólisma, eins og svo margt í nútíma- ljóðlist, en ekki súrreal isma. Fleira má nefna sem andstætt er þeirri stefnu, svo sem fágun ljóðanna. Þau eru greinilega mjög vísvituð smíð og fáguð til hins ítrasta. Og samsetn ing bálksins er þaulhugsuð, afurð margra ára tilrauna. Vissu lega er sá heimur sem við lít um í flestum ljóðunum fjarri veru leika stæl ingu. Ég geri mér ljóst að samanburður á orðlist og myndlist er hæpinn en sé Tíminn og vatnið bor inn sam an við mynd list samtímans er hann að mínum dómi mun líkari fauvisma eða kúb isma, eða segjum myndum Þor valds Skúla sonar, en dæmi gerðum súr real ísk um mynd verk um eða afstraktlist. Og víða í bálkinum er aug- ljós raunsæis legur kjarni, eink um í ástar elegíunum. Í Tímanum og vatninu tekst Steinn á hendur það hættuspil að skapa sjálf stæðan veruleika sem minnist við þann veruleika sem við þekkjum öll og bú um við, hann fremur orðagaldur sem við skynjum og hrífumst af. En í öðru erindi sjöunda ljóðs setur hann sig úr kallfæri við okkar veruleika og hug hrifin verða fátækleg; erindið er að mínum dómi óræk sönnun þess að ljóða flokk urinn Tím inn og vatnið er ekki súrreal ískt verk þó að margar myndir hans séu óræðar, en fleiri rök hníga að þeirri niðurstöðu eins og hér var nefnt. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.