Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 98
K j a r t a n Ó l a f s s o n 98 TMM 2011 · 1 4. Ein í hópnum sem Þór Whitehead ræddi við um meinta herþjálfun Íslendinganna í Moskvu var Helga Guðmundsdóttir frá Siglufirði, systir Þóroddar Guðmundssonar, en hann var í námi við Vesturháskólann 1930–1932. Þór leitaði frétta hjá henni, að Þóroddi látnum, af herþjálfun bróður hennar í Sovétríkjunum og fékk að heyra að Þóroddur hefði stundað „skotæfingar og hergöngur“. Það hafði hann sjálfur sagt henni (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 98) en annað var það nú ekki. Ljóst er að Íslendingunum sem voru við nám í Kominternskólunum ber saman um að þeir hafi verið látnir æfa sig í að skjóta í mark og sumir nefna marséringar, – að ganga í takt á hermannavísu. Þór Whitehead segir réttilega að Helga, systir Þóroddar, hafi á sínum verið í „innsta kjarna Kommúnistaflokksins“ en fylgt manni sínum, Áka Jakobs- syni, er hann yfirgaf Sósíalistaflokkinn (um 1955) og gekk til liðs við Alþýðuflokkinn. Áki, sem fæddur var 1911, komst snemma í fremstu röð innan Kommúnistaflokksins og var frá 1938 til 1953 einn af leiðtogum Sósíalistaflokksins. Hann kvæntist nýnefndri Helgu Guðmundsdóttir árið 1935 og varð bæjarstjóri á Siglufirði 1938 og síðan alþingismaður Siglfirðinga 1942–1953. Einnig ráðherra frá 1944 til 1947 og þá í mjög nánum tengslum við sendiráð Sovétríkjanna í Reykjavík eins og sjá má á bls. 396–397 í bók Þórs Whitehead. Þeir Áki Jakobsson og Þóroddur Guðmundsson voru ekki aðeins mágar og trúnaðarvinir í fjölda ára heldur eins konar pólitískir tvíburar, tveir helstu fyrirliðar Sósíal- istaflokksins á Siglufirði. Hefði Þóroddur verið í herþjálfun hjá Rauða hernum var enginn maður líklegri en Áki til að fá fréttir af því og þau hjónin bæði, Áki og Helga. Áki snerist síðar til hatrammrar andstöðu við sína fyrri félaga og öll tengsl hans við Þórodd slitnuðu. Hann sparaði þá ekki stóryrðin um sína gömlu samherja (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 428) og hlífði þeim í engu. Aldrei minntist hann þó á dvöl Þóroddar eða annarra Íslendinga í þjálfunarbúðum Rauða hersins. Sú staðreynd segir nánast allt sem segja þarf um marklausa furðufrétt Þórs Whitehead af herþjálfun íslenskra námsmanna í Moskvu. Í lokakafla bókar sinnar bætir Þór svo gráu ofan á svart og staðhæfir, án þess að vitna í heimildir, að bæði Kommúnistaflokkurinn og Sósíal- istaflokkurinn hafi haft „það yfirlýsta markmið … að hrifsa völdin í landinu með vopnavaldi“ (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 428). Slíkt orðasukk er ekki svara vert en hægt er að vorkenna þeim ungmennum sem sitja uppi með þvílíkan læriföður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.