Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 126
Á d r e p u r 126 TMM 2011 · 1 Í hagfræði eru margar kenningar þar sem vikið er frá þeirri forsendu að allir aðilar í hagkerfinu séu skynsöm hagmenni. Kenningar um peningaglýju (e. money illusion), þ.e. að aðilar í hagkerfinu taki ekki tillit til áhrifa verðlags- breytinga á verðgildi peninga þegar þeir taka ákvarðanir, eru mjög gamlar; margir hafa reynt sig við kenningar byggðar á hugmyndum um takmarkaða skynsemi (e. bounded rationality) í anda ameríska félagsfræðingsins Herberts Simons sem fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði 1978 og heimsfrægir hagfræð- ingar eins og Larry Summers og Ariel Rubinstein hafa búið til líkön þar sem sumir aðilar eru skynsamari en aðrir. Nýlega hóf Christopher Sims að þróa þjóðhagslíkön sem byggja á kenningum um það sem hann kallar skynsamlegt athugunarleysi (e. rational inattention); kenningar þar sem gert er ráð fyrir að aðilar í hagkerfinu hafi mismunandi (ósamhverfar) upplýsingar sem leiði til hrakvals (e. adverse selection) þar sem einungis lélegustu vörurnar verða eftir á markaðnum og til freistnivanda (e. moral hazard) sem skýrir margt í hegðun fjármála- og tryggingamarkaða eru almennt viðurkenndar og m.a.s. sum þeirra þjóðhagslíkana sem mest hafa verið notuð í hagstjórn (og eru sennilega þau líkön sem Krugman er að hnýta í) byggja á þeirri forsendu að hluti neyt- enda ákveði neyslu sína á hverju tímabili með einfaldri þumalputtareglu og án mikillar skynsemi. Allir hagfræðingar sem vinna með haglíkön þar sem gert er ráð fyrir að aðilar í hagkerfinu séu skynsamir vita að þessi forsenda er ekki bókstaflega rétt. Flestir geta litið í eigin barm í þeim efnum þótt auðvitað sjái menn miklu fleiri dæmi um óskynsamlega hegðun hjá náunganum. En þótt forsendan um að fólk taki ætíð skynsamlegustu ákvörðunina sem í boði er (að teknu tilliti til þeirrar takmörkuðu upplýsinga og mikillar óvissu um fjölmarga þætti sem þá lágu fyrir) sé ekki bókstaflega rétt getur verið að niðurstöður sem fást úr kenn- ingum þar sem byggt er á þessari forsendu séu nægilega nálægt því sem rétt er og nær því rétta heldur en það sem aðrar forsendur gefa. Þeir sem efast um skynsemisforsenduna og ætla að búa til hagfræði þar sem fólk er óskynsamt að einhverju marki þurfa að rökstyðja hvernig sumir aðilar í hagkerfinu eru óskynsamir og helst líka af hverju. Þetta gerir miklar kröfur til hagfræðingsins. Til þess að búa til raunhæfar kenningar af þessu tagi þarf hann að vera mjög skynsamur. Hann verður að vera a.m.k. jafn skynsamur og skynsamasti einstaklingurinn í líkaninu og hann þarf einnig að vita hvar bjátar á í skynsemi hinna. Að auki þarf hann að hafa þekkingu á samspili aðilanna í líkaninu sem hann hefur smíðað. Það er hægt að líta á forsenduna um hagmennið sem ákveðna hógværð hagfræðingsins sem telur óskynsamlegt að upphefja sjálfan sig með því að gefa sér að aðilar í hagkerfinu hafi minni þekkingu og minni skynsemi en hann hefur sjálfur aflað sér með líkani sínu. Bæði hagfræðingurinn og líkanið hans eru jú hluti af efnahagslífinu. Það kann að virðast skynsamlegt að búast við því að skynsamt fólk sem tekur skynsamar ákvarðanir fyrir sjálft sig komist alltaf að niðurstöðu sem er skynsamleg fyrir heildina, efnahagslífið í heild. Sem betur fer gildir þetta mjög oft en það þarf ekki að vera algilt. Fyrir nærri heilli öld setti J.M. Keynes fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.