Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 26
Þ o r s t e i n n Þ o r s t e i n s s o n 26 TMM 2011 · 1 er í stuttu máli sú, að fjór tánda ljóð marki hvörf í ljóðaflokknum sem aftur endurspegli hvörf í lífi Steins, og tilfærslur ljóð anna fram eða aftur fyrir þau hvörf séu gerðar í því skyni að spegla myrkur eða birtu í lífi hans. Kristín tek ur meðal annars dæmi af átjánda ljóði sem vitnar að hennar dómi um birtu og Steinn færði aftar. En sá hængur er á að það ljóð var ort snemma, var annað tveggja fyrstu ljóða bálks ins sem Steinn birti – árið 1944 þegar heim ur hans var ‚myrkur‘ að því er Kristín lýsir. Svipaða sögu er að segja um fimmtánda ljóð, þá elegíu sem lýsir einna mestri sátt, hún var birt 1945.39 En skáld fá varla eftirá, jafnvel löngu eftir að kvæð i voru ort, þá hugmynd að láta þau spegla ævi sína. Það er ekki sann fær andi. Með öðrum orð um: Sé geng ið út frá því að bálkurinn sýni þróun í lífi og líðan Steins verður árekstur milli yrk ingar tíma ljóðs, hugblæs þess og ætlaðs hugar heims skáldsins, sem ætti þó að fara saman. Því verð ur að ætla að önnur atriði ráði niðurröðun ljóðanna í endan legri gerð Tím ans og vatnsins. Enn lengra á vegum túlkunar gengur Þór Stefáns son sem leggur ljóða flokk inn út vísu fyrir vísu.40 Margt er þar hug vitssamlegt, og staðfestir þau gömlu sann indi að hlutverk skálda er að yrkja ljóð en lesenda að yrkja merkinguna. Um túlkanir sínar segir Þór: „Ég fullyrði því að ekkert sé í lestri mínum sem er ekki í ljóðunum sjálfum“.41 Það er nokkuð djarflega mælt. Það sem mér geng ur verst að samþykkja í lestri hans er ýmislegt sem kenna má við sál greiningu, og ég leyfi mér reyndar að draga í efa að það sé allt „í ljóðunum sjálfum“. Aftur á móti hafa ábendingar Þórs um nákvæma skipu lagningu bálksins, og hlutverk talnanna þrír og sjö í því sambandi, augljóst gildi. Bæði bera þau Krist ín og Þór fram heildar skilning á bálk in um. Grein Kristínar og útlegging Þórs, sem bæði líta á fjórtánda ljóð sem vendi punkt í flokknum, eru síðustu túlk anir Tímans og vatnsins. Skoða má umfjöllun mína um ljóðið hér að framan og skýr ingar þeirra sem dæmi um framan greind ar leiðir. Ég tel að leið túlkunar fræðinnar sé ófull nægj andi við Tímann og vatn ið, og megi oft og tíð um kallast Sísýfosar vinna, vegna þess að ljóðin í flokkn um fjalla ekki nema að tak- mörkuðu leyti um eitt hvað sem hægt er að rekja eða endur segja. All stór hluti þeirra gerir það að vísu; ávarpið an die ferne Geliebte er til dæmis greinilegt þema í mörgum feg urstu ljóðunum, þau eru ástarelegíur, lýsa trega vegna glat aðrar ástar. En metn aður meirihluta ljóð anna og bálksins í heild er að mínu viti að komast af án ‚inntaks‘ í þess orðs venju legu merk ingu, að vera sinn eigin veru leiki, byggður á orðum og þeim seiði sem fremja má með orðum. Að þessu leyti eru þau sam- bærileg við tilraunir mynd listar manna til að leysa upp veruleik ann og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.