Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 24
Þ o r s t e i n n Þ o r s t e i n s s o n 24 TMM 2011 · 1 Skáldskaparfræðin spyr ekki um merkingu ljóðsins heldur um aðferðir þess; um áhrifsbrögð sem beitt er og hvað það einkum er sem orkar á les anda; hún fjallar um ljóðið sem smíðisgrip og gjörning; um ljóðið í sjálfu sér og áhrif þess á lesandann. Túlkunarfræðin spyr á hinn bóginn um merkingu ljóðsins; hvaða boð það flytji; af hverju það var ort og á þeim tíma sem það var ort; hver þýðing þess var í samtíðinni og í lífi skáldsins; hún fjallar um ljóðið sem táknkerfi og vitn is burð um eitthvað sem utan þess stendur. Oftastnær eru báðar framangreindar leiðir farnar við lestur ljóða og rýni, í mismun andi mæli þó, enda fer það eftir eðli skáldverka hversu vel þær eiga við. Hvorug leiðin er viðunandi ein sér og hvorug er með öllu hættu laus. Skáld skapar fræðin verður ein hliða og ófull nægjandi ef ekki er sinnt sem skyldi því sem skáldið hefur að segja, þeim boðum sem ljóðið flytur. Það blasir til dæm is hvarvetna við í kvæðum Steins Steinars utan Tímans og vatnsins. Hættur túlk unar leiðarinnar eru ekki jafn augljósar; flest ir eru aldir upp við að sjálf sagt sé að taka þátt í ‚um- leiknum‘ um bók menntir: Um hvað er Njála, um hvað er Tím inn og vatnið?37 Þó felur það í sér vissa áhættu að spyrja spurn ingarinnar ‚Um hvað er þetta ljóð?‘ Hún virðist gefa í skyn að ljóðið sé eins konar gáta og þegar ráðningin sé fundin þá sé gátan úr sög unni, ljóðið sjálft komi okkur ekki lengur við, sem auðvitað er fjarri sanni. Samt er spurningin öldungis nauð synleg, okk ur er nauðsyn að skilja það sem við lesum, eða að öðrum kosti átta okkur á að skáldið ætlist ekki til að við beinlínis ‚skiljum‘ það í þess orðs venjulegu merk ingu – getum til að mynda rakið efni þess – heldur njótum þess á annan hátt. Þetta þarf síður en svo að þýða að slík ljóð séu merkingarleysa. Ljóð sem tjá ást, trega og önnur geðhrif flytja vitaskuld merkingu. Eftirfarandi dæmi úr Tím anum og vatninu sýna það svo að ekki verður um villst: fjarski farartálmar sambandsleysi frá vitund minni til vara þinna er veglaust haf (10) og fjarlægð þín sefur í faðmi mínum í fyrsta sinn (15) og sorg mín glitraði á grunnsævi þínu eins og gult raf (5) Dæmin eru öll úr frumgerð bálksins, Dvalið hjá djúpu vatni, sem er eins- leitari og um leið gegnsærri en seinni gerðirnar. En einnig óumritanleg mynd sem tjáir til að mynda dapurleik, angurværð eða fögnuð og vekur slíkar tilfinn ingar hjá lesanda hef ur bersýni lega merk ingu:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.