Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 128
Á d r e p u r 128 TMM 2011 · 1 aðstæðnanna á þessum tíma muni reynast best til að skýra atburðarásina. Þessi forsenda mun sennilega einnig duga best við það sem mestu máli skiptir: að finna þau ráð sem best duga til að minnka líkur á sambærilegum kreppum í framtíðinni. Tilvísanir 1 Bls. 46, tilvitnun í grein eftir Guðmund Jónsson í Sögu, tímariti Sagnfræðingafélags, 2, 2009, bls. 18. Ólafur Páll Jónsson Síðasta orðið Umræðumenningin Við heyrum því oft haldið fram að íslensk umræðumenning sé meingölluð. Fólk sem hefur aðgang að sjónvarpi frá Skandinavíu segir að þar séu þættir þar sem hlutirnir eru ræddir í alvöru, BBC sendi út svoleiðis þætti og þannig þættir sjáist í frönsku sjónvarpi, en það séu bara engir slíkir þættir í íslensku sjónvarpi. Og ekki eru blöðin skárri, segir fólk. Ég skal verða manna síðastur til að mótmæla staðhæfingum um ágæti evrópskra umræðuþátta en mér virðist lítið gagn í að taka undir þessar ádeilur á íslenska umræðumenningu – nema til að fá útrás fyrir innibyrgða gremju. Og þar er þá líka einn gallinn á þessari umræðumenningu: Of stór hluti hennar snýst um að fá útrás fyrir gremju. En íslensk umræðumenning er alls ekki slæm, hversu ófullkomin sem hún er. Mér kemur til hugar ferns konar samræða sem hefur ótvíræða kosti og sem Íslendingar eru góðir í og iðka oft. (1) Í því nána sambýli sem Ísland óneitanlega er hefur þróast skemmtileg hversdagssamræða. Búi maður svo vel að hafa aðgang að hverfisbúð þar sem fólk verslar dagsdaglega, þá verður maður oft vitni að dásamlegri umræðu- menningu. Ein manneskja rekst á aðra, þær hafa kannski ekki hist í viku, svo spjalla þær saman góða stund. Eitt af því sem gefur lífinu gildi er einmitt að geta rekist á vini sína úti í búð og spjallað við þá stutta stund áður en maður fer að skima um hillurnar eftir því sem maður átti að kaupa – og man kannski ekki lengur hvað var vegna þess að spjallið færði mann á nýjan stað í tilver- unni. (2) Íslendingar eru líka flinkir að segja sögur. Hvað ætli séu sagðar margar skemmtilegar sögur í morgunkaffi á íslenskum vinnustöðum? – og sagðar vel. Auðvitað eru líka margar sögur leiðinlegar og sumar góðar sögur illa sagðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.