Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 136
D ó m a r u m b æ k u r 136 TMM 2011 · 1 verðlaununum sem honum voru veitt árið 1969. Haukur rekur umræðuna í Danmörku og á Íslandi varðandi þetta mál, sem og viðbrögð Laxness. Þar er einnig rakin hjákátleg umræða á alþingi Íslendinga um það hvort rukka bæri skatt af verðlaunafénu eða ekki og fór sú umræða að hluta til fram í bundnu máli. Viðtökusaga Í fyrsta hluta bókarinnar, sem ber yfirskriftina „Viðtökusaga“, fjallar Haukur um skrif annarra um skáldverkin þrjú og rýnir í viðtökusögu þeirra; ritdóma og greinaskrif. Umfjöllun hans er mjög áhugaverð enda varpar hún ljósi á það hvernig Halldór Laxness glímir við skáldsagnaformið og reynir að endurnýja það eftir hið langa frí sem hann tók sér frá skáldsagnaritun frá útkomu Brekku- kotsannáls (1957), þegar hann fór að beina kröftum sínum að greinaskrifum og leikritun, til útkomu Kristnihalds undir Jökli. Einnig sýnir umfjöllun Hauks fram á hversu misvel menn voru í stakk búnir til að gangast inn á forsendur verkanna í gagnrýni sinni. Rík tilhneiging var til að tengja þau fremur við fyrri verk Halldórs og túlka út frá þeim í stað þess að bera kennsl á þær tilraunir með frásagnarhátt og skáldsöguform sem höfundur var að gera. Undantekningar finnast þó frá þessu, m.a. hjá Ivar Eskeland sem varar við samanburði við eldri verk og hvetur til þess að hvert nýtt skáldverk Laxness sé metið á eigin for- sendum (34–35). Einnig er Jóhann Hjálmarsson opinn fyrir þeim nýjungum í frásagnarhætti sem hann sér í þessum skáldsögum og Guðsgjafarþulu kallar hann „endurnýjunarverk í skáldsagnagerð Halldórs Laxness“ (58). Ólafur Jónsson kemst að þeirri niðurstöðu að í Kristnihaldi undir Jökli sé „ekki sögð skáldsaga heldur iðkuð skáldspeki“ (s. 64–66). Lestur Ólafs á verkinu miðar mjög að því að greina það sem sumir kalla „sjálfsöguleg“ einkenni á verkinu – þ.e. hvernig skáldverk fjalli að einhverju leyti um sína eigin tilurð – og þótt hann hafni því að í bókinni sé „sögð skáldsaga“ verður hann móttækilegri fyrir tilraunum Laxness í ljósi síðari skáldsagnanna tveggja (þ.e. Innansveitar- kroniku og Guðsgjafarþulu, sjá s. 27 og 75). Haukur dregur ýmis greinaskrif Laxness einnig inn í umræðuna, sérstaklega þær greinar sem varða efasemdir Laxness um skáldsöguna sem bókmenntaform og staðfesta leit hans að nýrri frásagnartækni. Niðurstaða Hauks um viðtökurnar er í stuttu máli sú að „hver ritdómari hefur búið sér til eigin mynd af Halldóri og dæmt nýja bók eftir hann út frá henni“ (sjá kynningartexta á bókarkápu). Þær myndir sem Haukur telur yfirskipaðar öðrum af Halldóri Laxness í íslenskri menningarumræðu eru „þjóðskáldið, stjórnmálamaðurinn og bókmenntamaðurinn“. Haukur rýnir í þessar myndir í þeirri trú að saman myndi þær megindrætti í höfundarnafni Laxness, þ.e. nokkurs konar „andlitsdrætti“ sem vísað er til í bókartitlinum (sjá s. 28 og 180). Ritdómana flokkar Haukur niður eftir því hvaða mynd af skáldinu viðkomandi gagnrýnandi aðhyllist og fjallar síðan um hverja mynd fyrir sig í fyrsta hluta bókarinnar. Haukur ítrekar að gagnrýni á skáldverk sé „lýsing á sjónarmiðum gagnrýnandans ekki síður en höfundarins“ (59), að í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.