Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 114
S i l j a A ð a l s t e i n s d ó t t i r 114 TMM 2011 · 1 „Misheppnuð Gerpla“ og fékk eina og hálfa stjörnu og Elísabet Brekkan var á svipuðu róli í Fréttablaðinu. Að mínu mati var þetta hátindur ársins í leikhúsinu, „vá-ið“ sem Faust varð ekki alveg. Þetta var ótrúlega vel heppnuð sviðsetning magnaðrar sögu sem þar að auki hefur þarfan boðskap: við eigum ekki að trúa á neitt í blindni og hafa forgangsröðina heilbrigða. Margar myndir úr sýningunni lifa í huganum og verða viðmið á komandi árum, til dæmis þegar þeir Þormóður og Kolbakur þræll berjast í „slow motion“! Og þó að það hljóti að hafa verið freistandi að tengja efni Gerplu við „ástandið“ og útrásarvíkingana var leikhús- gestum að mestu látið það eftir sjálfum. Það var fallega gert og kann að eiga sinn þátt í vinsældum verksins. Í apríl kom svo Íslandsklukkan upp á sama sviði, gömul saga en þó alltaf ný og einkar viðeigandi á þessum vordögum – dögum Rann- sóknarskýrslunnar miklu – að rifja upp sögu Jóns Hreggviðssonar og baráttu Arnasar Arnæus fyrir réttri meðferð á máli hans. Þetta var magnþrungin og áhrifamikil sýning sem situr í huganum. Þar munaði mest um leik Ingvars E. Sigurðssonar í hlutverki Jóns sem hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir, líka er svið Finns Arnars Arnarssonar minnis- stætt, Grímuverðlaunabúningar Helgu Björnsson, tónlist Hunds í óskilum, óviðjafnanleg túlkun Björns Thors á fyllibyttunni Magnúsi í Bræðratungu (Gríman fyrir besta leik í aukahlutverki) og bældar ástríður elskendanna sem Björn Hlynur Haraldsson og Lilja Nótt Þórarinsdóttir léku. Best var ný leikgerð Benedikts Erlingssonar leik- stjóra sem hélt öllu til haga sem máli skipti. Og einhvern veginn skiptu aðrir hlutir máli nú en í hin fimm eða sex skiptin sem ég sá uppsetningu á þessu verki. Ástarsaga Árna og Snæfríðar sem hefur níst hjarta mitt síðan ég las bókina fyrst var nú í öðru sæti. Baráttan fyrir réttlætinu, baráttan gegn ranglætinu, var í því fyrsta. Aldrei hafa flóknum málum Jóns Hreggviðssonar verið gerð eins skýr skil, enda vill okkar tími rannsóknir á dómgæslu og vanrækslu valdamanna. Aldrei hafa samtöl Arnasar Arnæus við Gullinló og von Úffelen komið manni eins mikið við og nú, enda spurning nákvæmlega á þessum Icesave-dögum hvort einhver hefði umboð til að selja Ísland – eða taka það upp í skuld. Verkið var sett upp í tilefni af sextíu ára afmæli leikhússins en eins og alþjóð veit var Íslandsklukkan ein af opnunarsýningum Þjóðleikhúss- ins vorið 1950. Þá var Snæfríður Íslandssól leikin af ungri og glæsilegri leikkonu, Herdísi Þorvaldsdóttur, og mun ekki gleymast neinum sem sá hana þá. Nú lék Herdís móður Jóns Hreggviðssonar, konuna sem geymdi Skáldu í rúmbotninum sínum, og tengdi þessar sýningar eftir- minnilega saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.