Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 47
H e f u r ð u h e i m i l d ? TMM 2011 · 1 47 uppspuni. Höfundur veit ekki hætishót um þetta og lesandi getur ekki treyst orðum hans.“28 Og í fyrra kvartaði Úlfar Bragason bókmennta- fræðingur undan tilgátum ævisagnaritarans Óskars Guðmundssonar um útlit, heilsu og lunderni Snorra Sturlusonar: „Sagan segir … ekkert um útlit Snorra svo að hugleiðingar Óskars eða annarra um það verða aldrei sannaðar. Hvað þá um að hann hafi þjáðst af þvagsýrugigt. Sama má segja um þær líkur sem Óskar reynir að draga af ritum sem eignuð eru Snorra um manninn enda er það óvíst hvar hann stýrði penna og varla leyfilegt að draga af ritum manna ályktanir um manngildi þeirra.“29 En sníður þessi þrönga og strangfræðilega túlkun sagnariturum ekki of þröngan stakk? Þurfa þeir ekki að hafa svigrúm til að ímynda sér söguna þar sem upplýsingar vantar? Spurningar af þessu tagi eru sér- staklega áleitnar þegar ævisögur eru annars vegar því sagnfræðingar, bókmenntafræðingar og aðrir, sem hafa kynnt sér þá sagnaritun til hlítar, eru yfirleitt sammála um að hún geti verið á mörkum sagnfræði og bókmennta; bæði granít og regnbogi eins og Virginia Woolf komst svo vel að orði.30 Í ævisögu hlýtur tilgangurinn oftast að vera að skapa sem fyllsta mynd af söguhetjunni. Sagnaritarinn leitar heimilda um líf hennar, les skjöl víða og tekur viðtöl ef svo ber undir. Hins vegar standa alltaf eftir eyður og hvort er þá skárra, að þegja þunnu hljóði eða geta sér til um hvað gæti hafa gerst? Sjálfum finnst mér að stundum í það minnsta hljóti ævisagnaritari að mega skálda – setja atburði á svið og geta sér til um hugarástand. Þetta má þó ekki gera út í bláinn heldur á grundvelli upplýsinga sem fyrir liggja, og auðvitað þannig að lesandi viti fyrir hverju er skýr heimild og hvað er uppspuni (í jákvæðum skilningi þess orðs). Í ævisögu Gunnars Thoroddsens, sem kom út fyrir skemmstu, naut ég þess að hann hélt til haga svo ríkulegum heimildum um eigið líf og lunderni að mér fannst ég tæpast þurfa að setja atburði á svið eða ímynda mér hvernig honum liði hverju sinni. En hvað ef þær heimildir hefði skort? Í drögum að kafla um bernsku Gunnars vitnaði ég í endur- minningu frá æskuheimili hans við Fríkirkjuveg í Reykjavík sem hann rifjaði upp undir lok ævi sinnar: „Móðir mín sat í borðstofunni við … glugga þar, sat þar við sauma. … Ég mun hafa setið hjá henni á stólarm- inum milli hennar og gluggans og ýmist rætt við hana eða horft út um gluggann og virt fyrir mér það sem úti var að gerast.“ Síðan bætti ég sjálfur við: „Hvað sá Gunnar þá? Hægt væri að draga upp trúverðuga og ljóslifandi mynd af Gunna litla, sitjandi hjá mömmu sinni. Hann hlaut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.