Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 139

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 1 139 Sjónarvottar: ný túlkun á síðustu skáldverkum Laxness Í þriðja og síðasta hluta bókarinnar einbeitir Haukur sér að greiningu og túlkun á skáldverkunum þremur og tekur hann hverja bók fyrir sig í sérkafla. Haukur leitar í smiðju ýmissa fræðimanna við greiningu sína, svo sem bók- menntafræðinga, æviskrifafræðinga, táknfræðinga og heimspekinga. Óhætt er að segja að hann bregði fjölbreytilegu ljósi yfir þessi verk hvert fyrir sig auk þess sem hann ítrekar oft sameiginlega þræði þeirra. Til að gefa nokkur dæmi um lestur Hauks má nefna að greining hans á Kristnihaldi undir Jökli hefst á samanburði við spæjarasögur og glæpasögur, hann greinir ástarsögueinkenni á Guðsgjafarþulu og vísanir til Íslendingasagna og dýrlingasagna í Innansveit- arkroniku. Í greiningu hans á Kristnihaldinu er varið nokkru rými í að ræða sjónarhorn og það „að sjá“ og „að lesa“ (bæði þessi sagnorð geta haft margræða merkingu). Lestur Hauks á Innansveitarkroniku snýst m.a. um könnun á sam- spili tíma og sjónarhorna, sem og samspili sögumanns og heimilda. Þá greinir hann „vissa eiginleika tónlistar í sjónarhornaskiptum bókarinnar“ með hlið- sjón af skrifum Umbertos Eco (138). Umræðan um Guðsgjafarþulu snýst meðal annars um hin „margflóknu tengsl skáldskapar og veruleika“ (172). Þá er athyglisverð umræðan um það hvernig verkið hefur verið túlkað sem endur- minningarit – sagnfræði fremur en skáldskapur – og í því sambandi verið dregið fram „sönnunargagn“ í formi ljósmyndar af Laxness og Óskari Hall- dórssyni á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn sem sanna á að verkið fjalli um samband þeirra tveggja. Í lokaorðum sínum segir Haukur meðal annars að hann hafi „stuðst við kenningar bókmenntafræðinga sem fjallað hafa um einkenni póstmódernískra texta og [notað þær] við greiningu skáldsagnanna þriggja“ (182). Hann ítrekar að þetta geri hann ekki til „að setja fram þá sögulegu túlkun að Kristnihald undir Jökli, Innansveitarkronika eða Guðsgjafarþula séu fyrstu póstmódernísku skáldsögurnar sem komu út á Íslandi heldur til að bjóða heim nýjum lestrar- leiðum sem slíta seinni skáldsögurnar tvær frá endurminningabókunum sem fylgja í kjölfar þeirra“ (182). Óhætt er að segja að Hauki hafi tekist þetta ætlun- arverk sitt ágætlega og fengur er að ýmsum tengingum hans í greiningu skáldverkanna, t.a.m. ábendingu hans um textatengsl við verk Ludwigs Witt- genstein (sjá s. 109–116). Óhætt er einnig að taka undir niðurlagsorðs Hauks, að skáldskapur Halldór Laxness bjóði upp á ýmsar knýjandi spurningar sem geri skáldskap hans „lífvænlegan því það standi upp á hvern og einn lesanda að glíma við þær og svara þeim með sínum hætti“ (184). Lokaorð Hér að framan var spurt hvort ný kynslóð fræðimanna hefði fram að færa ferska og nýja sýn á verk Halldórs Laxness. Þeirri spurningu má svara játandi í tilviki þeirrar bókar sem hér er til umfjöllunar. Lestur hennar kveikir ýmsar hugleiðingar sem leiða jafnvel í aðrar áttir en höfundur bókarinnar fer. Án þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.