Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 137
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 1 137 þeirri afstöðu sem ritdómarar taka til tiltekins verks megi kannski fyrst og fremst sjá þeirra eigin viðhorf til skáldsagnagerðar. Hann bendir einnig á að í viðtökum á þessum þremur skáldsögum Laxness hafi ekki verið gerð tilraun til að tengja þær við módernisma eða nýjar stefnur í skáldsagnagerð; þær hafi fremur verið tengdar við fyrri verk höfundar og spáð í hvernig þær falla að fyrirframgefnum myndum þjóðarinnar af höfuðskáldi sínu. Það fer ekki hjá því þegar maður hefur lesið fyrsta hluta bókar Hauks Ingv- arssonar að maður leiði hugann að því hversu rýr í roðinu slík umræða yrði ef kanna ætti viðtökusögu íslenskra skáldsagna sem komið hafa út á allra síðustu árum. Þótt vissulega megi taka undir með Hauki að ritdómar bregði ekki síður ljósi á ritdómarann en verkið sem fjallað er um er ljóst að sú bókmenntaum- ræða sem fram fór í dagblöðum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar er bæði ítarlegri og vandaðri en sú takmarkaða og að stærstum hluta lélega um- ræða sem boðið er upp á í íslenskum fjölmiðlum í dag. Mynd af þjóðskáldi byggð á minningum og gleymsku Athyglisverð er sú kenning Hauks að viðtalsbók Matthíasar Johannessen við Halldór Laxness, Skeggræður í gegnum tíðina (sem kom út sama ár og Guðs- gjafarþula, 19723) eigi stóran þátt í því hvaða mynd þjóðin hefur af Laxness. Haukur telur að í bók Matthíasar sé dregin upp mynd af Halldóri (sem síðan er staðfest í minningargrein Matthíasar um Laxness) sem „byggist, að því er best verður séð, ekki aðeins á sameiginlegum minningum heldur ekki síður á sameiginlegri gleymsku“ (63). Í túlkun Matthíasar er Halldór Laxness þjóð- skáldið sem „lifir í verkum sínum. Þar eru krossgötur lífs og eilífðar. Þann dag sem Íslendingar gleyma ritsnilld Halldórs Kiljans Laxness gegna þeir ekki lengur hlutverki sínu sem þjóð“ (63, vitnað er í Morgunblaðið 10. feb. 1998). Laxness er í túlkun Matthíasar skáld sem fylgir lífsskoðun sögupersónu sinnar Jóns Prímusar: „Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni“ og þrátt fyrir að hafa ánetjast ýmsum þjóðfélagslegum straumum og stefnum hafi hann „aldrei fest sig í gildru neinnar sérstakrar stefnu eða tízkufyrirbrigðis svo hann gæti ekki losað sig aftur þegar honum sýndist“ (60). Segja má að Matthías bjóði fram sátt um skáldið þar sem því eru fyrirgefin bernskubrekin og einblínt á listrænt framlag þess. Í deilunum sem spruttu upp í kringum útgáfu Höf- undar Íslands og ævisagna Laxness kom þó berlega í ljós að slík sátt risti ekki djúpt. Skáldatími: Poetískt uppgjör Í öðrum hluta bókarinnar beinir Haukur sjónum að þeirri umdeildu bók Skáldatíma (1963) en í stað þess að fjalla um hana sem „pólitískt uppgjör“ Laxness eins og venja er, skoðar hann bókina sem „poetískt uppgjör“ skáldsins enda fjallar þetta greinasafn ekki síður um skáldskaparmál en stjórnmál. Haukur fjallar hér líka almennt um þær „efasemdir um skáldsöguna sem list-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.