Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 110
110 TMM 2011 · 1 Silja Aðalsteinsdóttir Ár Halldórs og Vilhjálms Leikhúsin árið 2010 Íslenskt leikhús var í heildina allgott árið 2010, þori ég að fullyrða. Á því voru nokkrir toppar sem gaman er að rifja upp en líka nokkur vonbrigði sem leiðinlegt er að hugsa til. Nýtt leikhús tók til starfa á Seltjarnarnesi: Norðurpóllinn. Skemmtilegt hús sem gaman er að koma í, sitja í slitnum sófum og blaða í gömlum sunnudagsblöðum Tímans meðan maður bíður sýningar. Tveir risar settu mark sitt á árið, Halldór Laxness í Þjóð- leikhúsinu og William Shakespeare í Þjóðleikhúsi og Borgarleikhúsi. Við þá verður árið kennt. Upphaf árs og eilíft hrun Fyrsta frumsýning ársins var líka ein sú óvæntasta. Hún var á leikritinu Munaðarlaus, fyrsta verki sem hér er sett upp eftir athyglisvert breskt leik- skáld, Dennis Kelly. Á nýbyrjuðu ári hefur annað leikrit eftir hann ratað á íslenskar fjalir, Elsku barn í Borgarleikhúsinu sem líka er gott verk. Kelly er aðdáunarlega næmur á ólíkan talsmáta fólks eins og glögglega kemur í ljós í báðum þessum verkum hans, ekki síst í Munaðarlaus. Hann hefur líka lofsverðan áhuga á að leiða í ljós það sem er á bak við orðin sem fólk segir, grafa dýpra og dýpra þangað til sannleikurinn kemur í ljós – eða ljóst verður að það er ekki hægt að koma orðum að honum. Munaðarlaus fjallar um ung hjón sem fá bróður konunnar í heimsókn eitt kvöld, alblóðugan. Hann skýrir ástand sitt en fljótlega kemur fram að systir hans trúir honum ekki meira en svo. Enda verður bróðirinn fljótlega tvísaga og síðan margsaga. Vignir Rafn Valþórsson þýddi verkið og leikstýrði öðrum nýlegum leikhúskröftum, Tinnu Lind Gunn- arsdóttur, Hannesi Óla Ágústssyni og Stefáni Benedikt Vilhelmssyni og var öll þeirra vinna til fyrirmyndar. Verkið var sýnt í Norræna húsinu í Reykjavík og á Akureyri og vakti mikla athygli leikhúsunnenda þó að ekki hefði leikhópurinn neitt batterí á bak við sig eða efni á að auglýsa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.