Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 89
N o k k r a r a t h u g a s e m d i r v i ð b ó k Þ ó r s W h i t e h e a d TMM 2011 · 1 89 miðjan fjórða áratuginn var tala flokksmanna Kommúnistaflokksins í Reykjavík um 400 og ættu þá um það bil fjórir úr hverju hundraði flokksmanna að hafa átt byssu. Margir voru þá nýfluttir úr sveitinni með sínar kindabyssur og ekki þurfti sérstakt byssuleyfi til að kaupa sér skotvopn (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 325). Væri ekki tilvalið fyrir prófessorinn Whitehead að kanna hversu margir í hinum stjórnmála- flokkunum áttu byssur á fjórða áratug síðustu aldar. Samanburður milli flokka hvað þetta varðar kynni að reynast merkilegur. En skyldu samt ekki hafa tíðkast skotæfingar hjá Varnarliði verka- lýðsins þó að byssurnar væru fáar? Eins og nærri má geta leitaði Þór svara hjá Þorsteini Péturssyni við þeirri spurningu og svör Þorsteins voru skýr. Á æfingum varnarliðsins iðkuðu menn hnefaleika og japanska glímu og svo æfðu þeir sig í þeirri list að ganga í takt (marséra) og er þá allt upptalið. Þetta skráir Þór skilmerkilega eftir heimildar- manni sínum, fyrrum formanni liðsins, en virðist ekki taka eftir því sem þarna kemur þó skýrt fram, að á þessum æfingum voru menn ekki látnir skjóta í mark (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 232–236). Sem sagt, á æfingum varnarliðsins var aldrei snert á byssu, – ekki frekar en hjá Ólafi Friðrikssyni 1921. En þótt háskólaprófessorinn Whitehead skrái rétt það sem Þorsteinn sagði honum um æfingar liðsins, virðist honum fyrir- munað að skilja merkingu svo einfaldrar og skilmerkilegrar frásagnar sem hann birtir þó í sinni eigin bók. Grillan í eigin höfði blindar honum sýn á það sem allir aðrir sjá. Enn er ekki allt talið sem Þorsteinn Pétursson sagði Þór á árunum kringum 1980 því að sá síðarnefndi hefur eftir Þorsteini að árið 1934 hafi danski rafvirkinn Henry A. Åberg, sem einnig var fyrrverandi liðsfor- ingi í danska hernum, hvatt tvo menn úr íslenska Kommúnistaflokknum til að koma hér upp „vopnaðri rauðliðasveit“. Þessir tveir voru, að sögn Þórs, Gísli Ásmundsson og Gísli Indriðason. Ekki er þess getið í frásögn hans að þessir nafnar hafi fengið sér byssur og því síður að þeir hafi hafist handa við að þjálfa „vopnaða rauðliðasveit“, enda þótt prófessorinn láti sér sæma dylgjur í þá átt. (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 326). Margir eru enn á lífi sem þekktu Gísla Ásmundsson sem hér var nefndur. Gísli var fæddur 1906. Hann kenndi í 40 ár við Verslunarskóla Íslands og fékkst líka við þýðingar fagurra bókmennta. Líklega yrði erfitt að finna friðsamari mann en hann og síður gefinn fyrir vopnaburð og hermennsku. Að lokum er vert að nefna eina sögu enn sem Þór Whitehead hefur eftir Þorsteini Péturssyni, en hún er sú að „löngu síðar“ hafi Brynjólfur Bjarnason, formaður Kommúnistaflokksins, sagt Þorsteini að reyndar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.