Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 86
K j a r t a n Ó l a f s s o n 86 TMM 2011 · 1 ráðast í eitthvað án hennar samþykkis, samanber merkingu orðsins í dönsku máli (sjá til dæmis Nudansk Ordbog frá Politikens Forlag 1982). Merking orðsins var nánast hin sama og í orðinu klíka. Allt tal Þórs Whitehead um að bréf námsmannanna í Moskvu frá 10. júní 1931 sýni að Kommúnistaflokkurinn hafi þá verið að koma sér upp vopnaðri bardagasveit er því gjörsamlega út í hött, enda mun þessi bardagasveit Jafets aldrei hafa orðið neitt annað en hugarórar og hennar hvergi nokkurs staðar getið í heimildum, ef frá er talið fordæmingarbréf námsmannanna í Moskvu. Fjórða dæmi Þórs um vopnabúnað hérlendra kommúnista lýtur að „Varnar liði verkalýðsins“ sem hér starfaði á árunum 1932–1939 (Sovét- Ísland óskalandið, bls. 170, 232–238 og 325–326). Í stéttaátökum áranna 1920–1940, þegar verkalýðsfélögin voru enn að berjast fyrir tilverurétti sínum og þeirri kröfu að fá rétt sinn til kjarasamninga viðurkenndan, kom alloft til mjög harðra átaka. Þar tókust á annars vegar baráttumenn verkalýðsfélaganna og hins vegar lögreglan og henni við hlið liðssveitir atvinnurekenda og stjórnvalda sem reyndu að brjóta samtök verkafólks á bak aftur. Kom þá fyrir að slegist væri með hnúum og hnefum og stöku sinnum með bareflum en skotvopnum var aldrei beitt. Framan af þessu tímabili og allt til ársins 1936 snerust þessi átök oft eins og fyrr var nefnt um tilverurétt verkalýðsfélaganna og kröfuna um að fá samnings- rétt þeirra viðurkenndan en auðvitað líka um lífskjörin og mannréttindi bláfátækrar alþýðu. Einna harðast var barist í stóra Gúttóslagnum 9. nóvember 1932 en þá var tilefnið það að meirihlutinn í bæjarstjórn Reykjavíkur hafði ákveðið að lækka tímakaupið í atvinnubótavinnu hjá bænum um einn fimmta, klípa tvær krónur af hverjum tíu. Í Gúttóslagnum 9. nóvember kom Varnarlið verkalýðsins fyrst við sögu. Árið 1932 var heimskreppan mikla í algleymingi og drjúgur hluti verkafólks í Reykjavík átti vart næstu máltíð vísa því hungurvofan stóð í dyragættinni. Í júlímánuði það ár hafði slegið í harðvítugan bardaga við fundarstað borgarstjórnar þegar til umræðu kom á fundi hennar tillaga minnihlutans um „stórauknar atvinnubætur og neyðarhjálp“ að kröfu stærstu verkalýðsfélaganna í bænum (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 161– 169). Í þeim slag urðu nokkur meiðsli á mönnum, bæði fólks úr röðum baráttumanna verkafólks og úr hinni fylkingunni sem var skipuð lögreglunni og aðstoðarmönnum hennar. Í yfirheyrslum að átökum loknum neituðu Einar Olgeirsson og fleiri úr röðum kommúnista að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.