Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 142

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 142
D ó m a r u m b æ k u r 142 TMM 2011 · 1 Þetta miðar að því að gera söguþráðinn óljósan og allt að því dulúðugan, jafn- vel ljóðrænan á köflum. Í Missi lýsir aldraði maðurinn því hvernig síðari kona hans missir heilsuna á undan honum, veslast upp og deyr þó hún sé yngri. Honum finnst þetta að vonum óréttlátt, í stað þess að njóta ævikvöldsins við tómstundaiðju í herbergi sem hann hefur innréttað á loftinu, bíður hans það erfiða hlutskipti að hugsa um sjúkling sem verður æ meira ósjálfbjarga. Hann finnur kokkinn í sjálfum sér og fer að elda mat og ferst það vel úr hendi, hann hugsar um að láta eigin- leika hráefnisins njóta sín í stað þess að eyðleggja matinn með malli eins og venjulegar húsmæður gera. Guðbergur lýsir sambandi náinna ástvina á sann- færandi hátt í Missi. Hann dregur upp á þá fínu línu sem er á milli ástar og haturs í hjónabandinu, lýsir því vel hvernig tilfinningarnar vega salt milli væntumþykju og viðbjóðs. Konunni líkar ekki við þennan góða mat sem maðurinn hennar eldar og þráast við að kyngja honum og lætur hann leka niður hökuna af einberri þrjósku. Guðbergur getur reyndar ekki alveg stillt sig í frásögninni og bregður á leik sem gerir hana ærslafulla og jafnvel groddalega á köflum, til dæmis þegar hann líkir matnum við „kúk“ sem þarf að skeina af trantinum. Lesendur Guðbergs kippa sér ekki upp við þessar lýsingar. Hann hefur dálæti á svona andstæðum þar sem matur og saur eru tvær hliðar á sama peningi. Hið líkamlega er ávallt til staðar í verkum hans og hinn frjói leikur með tungumálið og andstæðurnar, tvöfalt eðli allra hluta er stöðugt afhjúpað í verkum hans. Sagan fjallar eins og áður segir um ellina, missi ástvinar og einmanaleikann sem fylgir í kjölfarið. Einn af eiginleikum mannsins er trygglyndið sem hann sýnir látinni eiginkonu sinni. Draumur þeirra var að fara í siglingu saman til Færeyja en eftir að hún veikist verður ekkert úr því. Gamla manninum finnst hann vera skuldbundinn til að fara í þessa sjóferð og gerir sér grein fyrir að hann losnar aldrei við konuna meðan hann lifir. Hann fær þá snilldarlegu hug- mynd að láta brenna hana og geyma jarðneskar leifar hennar í krukku eða eins segir í sögunni: „Á hverjum morgni fengi ég mér hana út í kaffið eða teið, ögn í teskeið af ösku og þegar hún væri komin í mig og hefði sameinast líkama mínum, því vatni sem holdið er, færi ég með hana í langa sjóferð, vatn í vatni, aska í ösku, og sameinast með missi beggja.“ (bls. 72). Lok sögunnar snúast síðan um útfærslu þessarar hugsunar. Hin miðlægu tákn, vatnið og askan, leika hér aðalhlutverkið í fullkomlega rökréttum endi. Guðbergur sýnir hér enn hversu djúphugull hann er, gamli maðurinn heldur í síðasta hálmstráið, treinir sér hinar jarðnesku leifar eiginkonunnar meðan þær endast. Guðbergur Bergsson hefur einu sinni enn sent frá sér áhugaverða skáldsögu. Hún er ekki löng (enda undirtitill hennar stuttsaga) en rík að innihaldi. Hver einasta blaðsíða er hlaðin merkingu og byggingin er mjög hnitmiðuð, fléttan þétt og hvergi óþarfa málalengingar. Sagan fjallar um efni sem mörgum finnst óþægilegt, sjúkdóma, elli og hrörnun. Samfélagið vill sem minnst af hinum gömlu og sjúku vita, enginn vill annast þá sem eru veikir og ósjálfbjarga. Þetta hlutskipti bíður samt allra sem eldast og verða gamlir. Í Missi tekst Guðbergi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.