Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 116
S i l j a A ð a l s t e i n s d ó t t i r 116 TMM 2011 · 1 þéttum hópi úrvalsleikara á flottu sviði Ilmar Stefánsdóttur en ekki skilur sýningin mikið eftir þegar lengra líður frá henni. Ekki verður heldur sagt að gamanmál Kristjáns Ingimarssonar og Ólafíu Hrannar Jónsdóttur í trúðleiknum Af ástum manns og hrærivélar í Kassanum skilji mikið eftir til íhugunar en mikið óskaplega var gaman að horfa á þessa tvo snillinga vandræðast á sviðinu. Á leiklistarhátíðinni ArtFart í ágúst sýndi Anna María Tómasdóttir einleikinn True Love í Íslensku óperunni, einkar skemmtilega samið verk fyrir eina kvenrödd sem bæði getur talað vel og sungið. Þar sagði stúlka sögu sína og ástarinnar einu og sönnu í lífi sínu og það varð smám saman áleitin saga um samskipti kynjanna, kröfurnar, væntingarnar og vonbrigðin. Inn á milli brast Anna María í söng, iðulega fræga ástar- söngva úr amerískum kvikmyndum sem bæði skemmtu og skýrðu þær vonir sem ungt fólk gerir sér um hamingju í einkalífinu. Á ArtFart var líka sögustund Árna Kristjánssonar Á gólfinu, nöturleg en þó hugljúf saga sem Árni heyrði sjálfur af vörum þess sem fyrir ólukkunni varð. Þetta var gamall norskur maður sem Árni kynntist þegar hann vann á elliheimili í Bergen, sá gamli hafði dottið heima hjá sér og mjaðmarbrotnað en ekki kunnað við að æpa á hjálp heldur lá hann á gólfinu í rúman mánuð. Og lifði af! Árni sagði söguna listilega vel án nokkurra hjálpargagna. Finnsk leikverk rata ekki oft á svið á Íslandi og því var tilhlökkunarefni að sjá Finnska hestinn í Þjóðleikhúsinu í haust, nýlegt verk eftir Sirkku Peltola sem María Reyndal stýrði. Þetta var grátbroslegur gamanleikur um finnskt sveitafólk sem hefur glatað tilverugrundvelli sínum, vel samið og flutt. Í frásagnarmiðju er gamla vitra og skapstygga amman sem Ólafía Hrönn lék af mikilli list, enda fékk hún slíkar setningar til að segja við okkur að maður hefur sjaldan heyrt annað eins, djarfar, dónalegar og rosalega fyndnar (þýðandinn var aðal finnskumaður þjóðarinnar nú um stundir, Sigurður Karlsson). Enn sem fyrr voru gagnrýnendur ósammála. Guðmundur Brynjólfsson var sammála tmm. is, gaf sýningunni þrjár og hálfa stjörnu og Ólafíu Hrönn fimm. Gagn- rýnendur DV og Fréttablaðs náðu ekki sambandi við harminn undir niðri í lífi þessa lánlausa fólks á sviðinu og gáfu lélega einkunn. En aðsóknin fór fram úr vonum og því verða þessar dræmu viðtökur kannski ekki til þess að leikhúsin haldi áfram að forðast norræn leik- verk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.