Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 88
K j a r t a n Ó l a f s s o n 88 TMM 2011 · 1 um götur bæjarins undir sínum hakakrossfána. Lið aðdáenda Hitlers var reyndar annars eðlis en önnur einkennisbúin lið hinna flokkanna þriggja. Munurinn var sá að hakakrossliðið var ætlað til árása á pólitíska andstæðinga en hin, öll þrjú, til varnar sínum mönnum. „Kommúnistar búast skotvopnum“ er kaflafyrirsögn í bók Þórs og vísar til ársins 1934 (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 325–327) en reyndar gerir hann hvað eftir annað tilraun til að telja lesendum sínum trú um að kommúnistar í Reykjavík hafi alltaf eða nær alltaf verið vopnaðir byssum og skotfærum á árunum 1921–1946, því tímabili sem bókin fjallar um. En skyldi Varnarlið verkalýðsins, sem kommúnistar komu á fót árið 1932, þá hafa átt sér vopnabúr og liðsmennirnir verið þjálfaðir í meðferð skotvopna? Ekki þarf annað en lesa hið langa ritverk Þórs, sem hér er til umfjöllunar, með athygli til að sjá að svo var alls ekki. Helsti heimildarmaður Þórs um þessi efni er Þorsteinn Pétursson, sem fæddur var 1906, en hann var hvorki meira né minna en formaður varnarliðsins, allan tímann sem það starfaði. Hann gekk á unglingsaldri í Félag ungra kommúnista og síðan í Kommúnistaflokkinn og var í honum öll þau átta ár sem sá flokkur starfaði. Hann tók síðan þátt í stofnun Sósíalistaflokksins 1938 og var í fyrstu miðstjórn hans en sagði sig úr flokknum 1939 og gekk skömmu síðar til liðs við Alþýðuflokk- inn þar sem hann gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum í áratugi, kappsfullur baráttumaður sem fyrr, og reyndist þá oft erfiður and- stæðingur sínum gömlu pólitísku félögum sem með honum höfðu verið í Kommúnistaflokknum. Á árunum kringum 1980 sest Þór Whitehead við fótskör Þorsteins og reynir að fá upp úr honum allt sem í boði kynni að vera og nota mætti til að sverta þá sem á sínum tíma höfðu verið með honum í Kommúnistaflokki Íslands. Líklegt er að Þór hafi fyrst af öllu spurt þennan eina formann Varnarliðs verkalýðsins um starfsemi þess og átt von á að þar væri feitt á stykkinu, enda Þorsteinn manna ólíklegastur, er hér var komið sögu, til að hlífa sínum fornu félögum sem hann hafði sagt skilið við fyrir 40 árum. Hvað um vopnin? spyr Whitehead og Þorsteinn svarar: Við áttum ekkert vopnabúr (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 237) en bætir við að barefli hafi þeir átt og nokkrir menn úr Kommúnistaflokknum hafi átt byssur, líklega „um“ 15! (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 237 og 325–327). Greinilegt er að talan er óljós og Þorsteinn hefur ekki treyst sér til að nefna nokkurn einasta mann úr varnarliðinu sem átti byssu, því að ekki hefði Þór fúlsað við slíkum fróðleik hefði hann verið í boði. En setjum nú svo að þetta sé rétta talan, að 15 flokksmenn hafi átt skotvopn. Um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.