Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 138

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 138
D ó m a r u m b æ k u r 138 TMM 2011 · 1 grein“ (77) sem fara að sækja á Laxness á seinni hluta sjötta áratugarins sem og hvernig „hugmyndir fljóta mjög frjálslega milli bókmenntaforma á þessu skeiði höfundarferils Halldórs“ (79). Viðbragð gagnrýnenda við hinum „fljót- andi“ textum er „að skoða verkin í samhengi við aðrar bókmenntagreinar til að staðsetja þær“ (79). Sem sagt, torskilin verk skáldsins eru borin saman við önnur (og auðskiljanlegri) verk – og verk sem ögra viðteknum bókmennta- greinum eru borin saman við aðrar bókmenntagreinar. Það er í raun dapurlegt til þess að hugsa hversu bókmenntaumræða getur verið föst í viðjum vanans. Athyglisvert er að á sama tíma og Laxness efast um það bókmenntaform sem hann leiddi sjálfur til öndvegis í íslenskum bókmenntum tuttugustu aldar má sjá, af þeim tilvísunum sem Haukur dregur fram úr bréfum og greinum skáldsins, hvernig hann afneitar ítrekað stórum hugmyndakerfum og „als- herjarsannleik“ (sjá t.d. s. 18, 80, 86). Þarna má segja að Laxness sé langt á undan sinni samtíð því slík afneitun er ein helsta forsenda þess póstmódern- isma sem fyrst tekur að láta á sér kræla í íslenskri menningarumræðu löngu síðar. En þetta tvennt – efasemdir um skáldsöguna sem listform og afneitun á stórum hugmyndakerfum og alsherjarsannleik – er samtengt hjá Halldóri Laxness einfaldlega af þeirri ástæðu að í stóru þjóðfélagslegu skáldsögunum hans má auðveldlega greina stór hugmyndakerfi og trú á ákveðinn sannleika. Þetta tengist líka skrifum Laxness um hinn fyrirferðarmikla Plús Ex, sögu- manninn sem „sættir sig ekki við annað en öndvegi nær miðju frásagnarinnar“ eins og það er orðað í „Persónulegum minnisgreinum um skáldsögur og leik- rit“ sem Laxness skrifar árið 1964. Haukur ræðir glímu Laxness við Plús Ex í nokkuð löngu máli (64–65 og 82–90) og tengir við hugleiðingar hans um hlut- verk rithöfunda og þær hugleiðingar tengjast síðan umræðu um bókmenntir og fagurfræði sem mynda stóran hluta Skáldatíma. Haukur bendir á að „[e]ftir því sem líður á Skáldatíma er sem skilin milli stjórnmálamannsins og skálds- ins Halldórs Laxness verði skýrari uns lesandanum getur fundist sem hann standi frammi fyrir tveimur ólíkum mönnum. Bygging verksins ýtir undir þá tilfinningu“ (95). Það má því kannski álykta að í Skáldatíma undirbyggi Lax- ness sjálfur þá mynd sem síðan er borin fram í Skeggræðum Matthíasar Johannessen; að skáldið og stjórnmálamaðurinn Halldór Laxness eigi fátt sam- eiginlegt. Að mínu mati er mestur fengur í því hjá Hauki í greiningu hans á Skálda- tíma hvernig hann tengir bókina við þá „umræðu um frásagnarfræði sem fram fer í ritgerðum Halldórs á sama tíma“ (100) og hvernig hann sýnir fram á að „glíma hans við sögumanninn er […] höfuðvandamál hans ferilinn á enda“ (103). Í þeim þremur skáldverkum sem eru í brennidepli í rannsókn Hauks má sjá hvernig Laxness heldur þessum tilraunum sínum áfram: „Þar opinberast lesandanum ólík svið frásagnarinnar og persónur ýmist tvístrast eða samsam- ast sögumanni og jafnvel höfundi“ (103).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.