Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 104
Tó m a s R . E i n a r s s o n 104 TMM 2011 · 1 fyrir þá sem ekki samsinntu í öllu hugsun Fidels Kastró. Þeir sem hugs- uðu öðruvísi voru einfaldlega gagnbyltingarmenn. Og refsivendinum var víða sveiflað: í nafni kúbanskra listamanna var rekin alþjóðleg hatursherferð gegn Pablo Neruda um þetta leyti og honum skipað í ruslflokk gagnbyltingarinnar.8 Trójuhestslýsing stjórnar rithöfunda- sambandsins á Padilla er reyndar óborganleg í ljósi þess að hann las kvæðið Á erfiðum tímum sjálfur fyrir Che Guevara,9 sem svo réð hann í valdamikið starf í kjölfarið. Padilla lýsir því einnig í ævisögu sinni að ljóðin hafi langflest verið ort í Sovétríkjunum, Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu, en það hindraði ekki kúbanska valdsmenn í að taka allan skáldskapinn til sín. Einn möguleikinn er að hann hafi litið svo á að hann gæti lýst vonbrigðum sínum af því að hann væri þrátt fyrir allt „innan“ byltingarinnar. Kannski blundaði í honum sakleysingi, þótt hann væri stundum ögrandi og kjaftfor og gæti verið flestum pöddulegri þegar hann var að gera grín að sér eldri höfundum, sérstaklega varð Alejo Carpentier fyrir barðinu á honum en hann þótti taka sig hátíðlega og vera veikur fyrir hégóma. Hann hafði hagrætt ýmsu í æviágripi sínu til að gera sig og ætt sína hámenningarlegri en efni stóðu til en Padilla gerði sér það til skemmtunar að leiðrétta ágripið og dreifa meðal kunn- ingjanna. Sömuleiðis hafði hann sent José Lezama Lima ýmis skeyti, það snerist þó meira um ólíka afstöðu til ljóðlistarinnar þar sem Lezama Lima var helstur fulltrúi myrkrar og erfiðrar ljóðlistar – og reyndar líka aðdáandi íslenskra dróttkvæða10 – en Padilla hélt fram ljósari ljóð- stíl. Á játningasamkomunni 1971 lét öryggislögreglan Padilla ákæra fjölmennan hóp rithöfunda fyrir gagnbyltingarsinnaðar skoðanir, þar á meðal eiginkonu sína sem einnig var fangelsuð og fyrrnefndan José Lezama Lima. Hann var vel þekkt skáld og naut mikillar virðingar meðal yngri höfunda þótt þeir deildu ekki endilega fagurfræðilegri sýn hans. Þessi áhrif hans voru óæskileg í augum valdamanna og einungis alþjóðleg frægð hans hindraði að harðar yrði gengið fram gegn honum. Hann þurfti ekki að mæta á játningasamkomuna en sama daginn og hún var haldin fór starfsmaður öryggislögreglunnar með Padilla heim til Lezama Lima til að tilkynna honum hvað stæði til og leita eftir „samvinnu“ hans og „iðrun“, þótt í heimahúsi væri. Frásögn Padilla af þessum fundi ber saman við það sem margir aðrir hafa ritað um Lezama Lima.11 Grípum niður í samræðu lögreglumannsins og skáldsins. „Þú hefur farið niðrandi orðum um Byltinguna við fleiri en eitt tækifæri. Þú ættir ekki að láta mig þurfa að sanna það fyrir þér.“ Þá tók Lezama á öllu því sem hann átti og stóð á fætur um leið og hann kramdi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.