Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 58
H a u k u r I n g va r s s o n 58 TMM 2011 · 1 spurningar um það hvort setja megi samasemmerki milli hans sjálfs og ljóðmælandans: „Já, það má að því leyti að löngunin eða angistin og þráin eftir botninum var til staðar en hún var það ekki nema þegar ég steig inn í ljóðheiminn. Ég bjó á Laugaveginum á þessum tíma og mér fannst oft svo stutt frá stúdentalífinu niður í rónalífið á Kaffi Austurstræti, mér fannst stundum að það munaði bara nokkrum skrefum að maður endaði þar – það má segja að ég hafi staðið á þröskuldinum. En ég var í mjög klassískri leit, spurði mig: hvar er vitneskjuna að finna? Ég var að safna reynslu og þetta er það sama og ég var að lýsa með formið, ég vildi ekki að nein reynsla væri mér framandi, ég vildi vita hvaða leiðir menn færu í lífinu og hvers vegna. Ég fór í heimspeki í Háskólanum af sömu ástæðu, ég fór ekki til að sækja prófgráðu heldur til að vera öruggur með þá deild líka. Ég vildi vita hvað gerist inni á heimilunum en líka komast sem næst malbikinu, setjast meðal rónanna á bekkjunum. Þetta snýst ekki um að einblína á neitt eitt heldur að þekkja sem allra flestar deildir samfélagsins en festast hvergi. Þessar fyrstu bækur eru skilgetin afkvæmi þessarar leitar og ég reyndi að skila því sem ég fann frá mér með einföldum hætti, kannski tveimur línum, og ég vildi að ljóðið væri opið fyrir samtölum, persónusköpun, frásögn og ég vonaðist til að þótt allar reglur væru þver- brotnar myndi koma í ljós einhver ljóðrænn kjarni í þessum textum.“ Í næsta flokki eru Roði (Nýhil 2006) og Tvítólaveizlan (Nýhil 2008). Í þeim er ekki frásögn, sögusvið né eiginlegar persónur eins og í fyrri bókunum heldur er tungumálið sjálft í brennidepli. Í löngum bálkum eru kannaðir möguleikar sem hljómur, hrynjandi, rím og stuðlar gefa um leið og ægilegar ljóðmyndir hrannast upp. Ófeigur hefur algjörlega kastað einfaldleikanum fyrir róða: „Nokkrir vinir mínir sem voru komnir á beinu brautina í myndlistinni, þessari sem ég fór út af, voru farnir að sýna bæði hér og erlendis og fengu mig stundum til að skrifa stutta texta fyrir sýningar. Það er algjörlega óskilgreint hvað texti af því tagi er; er hann til að opna sýninguna, til að beina huganum inn í verkin eða er hann ljóðrænn og sjálfstæður? Þessir textar eru hvað sem öllu líður rosalega frjálsir, geta verið viðtöl, lýsing á efnismeðferð eða hugleiðing um eitthvað málefni. Ég hafði skrifað nokkra svona mynd- listartexta þegar ég fékk sent tölvuforrit frá vini mínum sem var inn- blásið af klippivél eða Cut-up-tækni Williams Burrough. Ég ákvað að setja textana í vélina og hún hakkaði þá alla í spað. Þetta gerði ég aftur og aftur áður en ég fór að fara í gegnum það sem kom út úr vélinni. Ég leitaði að merkingu, hreinsaði til þangað til ég fann einhvern þráð í gegnum textana sem ég gat fylgt. Roði er t.d. afrakstur af mjög löngu vinnsluferli af þessu tagi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.