Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 64
H a u k u r I n g va r s s o n 64 TMM 2011 · 1 eskjur á öðrum tímum í gegnum bókmenntirnar. Tengsl af þessu tagi eru náttúrulega ekki varanleg, þ.e.a.s. þetta varir í stuttan tíma og því þarf maður alltaf að halda áfram að kafa í nýjar sálir, þetta er stöðugt ferðalag. Í mínu tilviki er bæði um ferðalag að ræða í eiginlegum og óeiginlegum skilningi, ég er í þekkingarferðalagi en get að sama skapi aldrei verið kyrr á sama stað, ég hef aldrei átt fasta búsetu neins staðar lengi og þetta er bara mitt vandamál og mín tilvistarlega angist að geta ekki verið kyrr nema stutta stund á vel völdum stöðum.“ Titill fyrstu skáldsögu Ófeigs, Áferð, vitnar líka um þetta rótleysi. Í fyrstu var aðeins um ferðadagbók að ræða þar sem Ófeigur hugðist greina frá tíma sem hann varði meðal sígauna í fjalllendi í Transilvaníu: „Sagan er mjög trú minni reynslu en ferðadagbókin sem ég hugðist halda vatt fljótlega upp á sig, það fóru að fléttast saman við þetta minningar frá öðru svæði og það er þar sem skáldskapurinn byrjar, með tengslum, samsvörunum og minningum sem kvikna. Það verður til einhver flétta í huganum sem ratar í textann. Hitt svæðið sem ég hafði í huga var Patagónía þar sem ég hafði dvalið mörgum árum áður og spurningarnar sem vöknuðu innra með mér vörðuðu það hvort allir afkimar bæru keim hver af öðrum, það hefur nefnilega stundum flökrað að mér að allt sé í raun og veru eins undir niðri þótt ytri veruleiki kunni að gefa annað til kynna við fyrstu sýn.“ Í viðtölum í tengslum við útgáfu bókarinnar um Jón greindi Ófeigur frá því að hugmyndin að bókinni hefði kviknað þegar hann heimsótti helli eldklerksins í Reynisfjöru ásamt Ugga Ævarssyni minjaverði Suðurlands. Jón Steingrímsson hafði þó vakið áhuga hans alllöngu áður því segja má að sjálfsævisaga hans standi aftast í röð þeirra sál- fræðilegu verka sem nefnd voru að framan: „Jón Steingrímsson er 18. aldar maður, með annan fótinn í myrkrinu sem umlykur 17. öldina en hinn fótinn í birtu upplýsingarinnar, það má því halda því fram að hann sé maður tveggja alda og það gerir hann mjög áhugaverðan. Guðfræðingar tala um að heittrúarstefna leysi rétttrúnað af hólmi á 18. öld. Þessara umskipta sér líka stað í stjórnskipuninni því á 17. öld er við lýði harðstjórnarríki, aftökur algengar og kirkjulega valdið mjög sterkt; menn trúðu með heilanum sem er í hreinni andstöðu við þekk- ingarvakningu upplýsingarinnar. Þegar hún kemur til sögunnar skiptir trúin um umdæmi, finnur sér stað í hjartanu eins og til að rýma til fyrir þekkingunni í höfðinu. Ef við skoðum hugmyndaheim Jóns þá er Guð persóna, lifandi vera sem stjórnar öllum heiminum. Þetta ber keim af guðfræði þýska heimspekingsins Leibniz en í skáldsögunni lifir Jón reyndar í þeirri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.