Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 130
Á d r e p u r 130 TMM 2011 · 1 Síðasta orðið Mér er sagt að í Kína skipti það miklu máli í samskiptum fólks að geta haldið andlitinu. „Að halda andlitinu“ er sagður einhvers konar viðtekinn þanka- gangur þar í landi á svipaðan hátt og „þetta reddast“ er viðtekinn þankagangur á Íslandi. Kjarninn í þessu tvennu er raunar sá sami: að telja sér og öðrum trú um að allt sé í lagi, jafnvel þótt því fari fjarri. Annarskonar viðtekinn þanka- gangur á Íslandi birtist í viðleitni til „að eiga síðasta orðið“. Hvenær sem menn eiga í samræðum þar sem andstæð sjónarmið mætast verður það umsvifalaust – og umhugsunarlaust – kappsmál manna að eiga síðasta orðið. Sá sem á síð- asta orðið nær að spila út einhvers konar trompi þannig að hann getur gengið ánægður og stoltur frá hvaða samræðu sem er. Hvað sem hefur gengið á, hvernig sem samræðan hefur þróast, þá gera menn sig ánægða með sitt svo framarlega sem þeim tekst að eiga síðasta orðið. Og til að ná þessu þarf að hafa tvennt til að bera: tilfinningu fyrir rétta augnablikinu og hnyttni í tilsvörum. Því sá einn á síðasta orðið sem tekst að segja eitthvað flott og eftirminnilegt á réttu augnabliki þannig að aðrir ná ekki að bregðast við með enn hnyttilegri athugasemdum. Að eiga síðasta orðið er ekki samræðuháttur eins og það að segja sögu eða eiga hversdagsleg orðaskipti við vini úti í búð. Það er fremur eins og mátleikur í skák. Og það er sama hvernig taflið hefur þróast, ef maður bara nær að máta andstæðinginn þá vinnur maður og allt hitt sem á undan hefur gengið skiptir engu máli. En hvers vegna skyldi yfirleitt nokkur vilja eiga síðasta orðið? Jú, svarið liggur í augum uppi, samlíkingin við skákina gerir það ljóst. Maður vill eiga síðasta orðið alveg eins og maður vill ná að máta andstæðinginn í skák. En er þetta gott svar? Af hverju skyldi maður eiga í samræðum við aðra til þess að sigra þá? Það dettur ekki nokkrum manni í hug að spjalla við kunningja sinn úti í búð til þess að vinna spjallið. Hugmyndin er fráleit. Sama má segja um sögumanninn. Hann segir ekki sögu til að sigra áheyr- endurna heldur til að hrífa þá með, koma boðskap til skila eða einfaldlega til að deila reynslu sinni. Þegar við skoðum ólíka sam ræðu hætti með þessum hætti kemur á daginn að stundum notum við samræðu til að nálgast aðra, stundum til að greina okkur frá öðrum og stundum jafnvel til að hefja okkur yfir aðra. Ef við skoðum samræðuhættina hversdagssamræðu, sögu og kapp- ræðu, þá fer þessi greinarmunur saman við greinarmuninn á því að lýsa reynslu annars vegar og setja fram og verja afstöðu hins vegar. Hversdagssam- ræðan og sagan snúast um að lýsa reynslu á meðan tiltekin afstaða er upphaf og endir kappræðunnar. Spyrjum nú: Er til samræða sem felst bæði í því að setja fram afstöðu – jafnvel umdeilda afstöðu – en er jafnframt leið til að nálgast aðra. Samstöðusamræða, sem ég nefndi svo, nær þessu að nokkru leyti því þar er sett fram afstaða og menn nálgast hverjir aðra með því að taki undir orð hver annars í gagnkvæmri viðurkenningu. Gallinn við samstöðusamræður er hins vegar sá að slík samræða er ekki möguleg nema menn séu fyrirfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.