Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Blaðsíða 101
A n d i n n o g va l d i ð TMM 2011 · 1 101 af þeim þjóðfélögum sem hann kynntist í Austur-Evrópu og lá ekki á þeirri skoðun sinni. En austantjaldsandinn varð smám saman sterkari á Kúbu þessi árin og Stasivæðing samfélagsins komin á fullt með öllum sínum persónunjósnum. Yfirmaður hersins, Raúl Kastró, var ekki list- hneigður maður, það að geta dansað vals skammlaust var talið það eina sem tengdi hann við menningu, og fyrstu árásirnar á skáldskap Padilla birtust einmitt í tímariti hersins, Verde Olivo. Tækifærið til að láta kné fylgja kviði kom svo þegar tímaritið El Caimán Barbudo bað um álit Padilla á skáldsögu kúbanska rithöfundarins Lisandros Otero, sem hafði lent í öðru sæti í skáldsögukeppni í Barcelona, en fyrstu verðlaun höfðu fallið í skaut Guillermo Cabrera Infante4 fyrir tímamótaverkið Tres Tristes Tigres. Padilla gaf bók flokkshestsins Oteros falleinkunn en lofaði um leið skáldsögu Guillermos Cabrera Infante, sem þá var kominn í útlegð í Lundúnum og orðinn opinber fjandmaður kúbanskra stjórnvalda. Starfstilboð sem Padilla hafði fengið voru skyndilega dregin til baka og vinum hans fækkaði óðum. Hann skrifaði grein í El Caimán Barbudo 1967 þar sem hann ver sig, segist vera hluti af byltingunni en frábiður sér samfélag þar sem menn megi ekki segja hug sinn og vitnar í Solzhenitzyn: „Þær bókmenntir sem ekki skynja andrúms- loft þess samfélags þar sem þær eru skrifaðar og þora ekki að segja því samfélagi frá áhyggjum sínum og kvíða, sem ekki vara í tíma við siðferðilegum og þjóðfélagslegum hættum, standa ekki undir nafni og eru yfirborðið eitt.“ Segja má að hann hafi smyglað handritinu að Burt úr leiknum í bókmenntasamkeppni rithöfundasambandsins með því að kona hans, ljóðskáldið Belkis Cuza Malé, fékk vin sinn sem starfaði hjá sambandinu til að koma því í handritabunkann nokkrum mínútum fyrir miðnætti daginn sem umsóknarfresturinn rann út. Öryggislög- reglan var að sjálfsögðu búin að fara yfir innkomin handrit, en frétti ekki af handriti Padilla fyrr en afrit voru komin í hendur alþjóðlegrar dómnefndar, sem svo veitti honum fyrstu verðlaun. Bókin kom út en verðlaunaféð, eitt þúsund pesóar og ferð til Sovétríkjanna, var aldrei greitt út. Það var orðið tímaspursmál hvenær hann yrði barinn til hlýðni og það gerðist snemma árs 1971 þegar hann var handtekinn ásamt eiginkonu sinni. Í ævisögu sinni segir hann frá því þegar hann var vistaður á spítala í fangelsisvistinni svo hann jafnaði sig eftir barsmíðar öryggislögreglunnar og safnaði kröftum til að þola frekari yfirheyrslur. Þá fékk hann óvæntan gest sem stikaði fram og aftur í sjúkrastofunni en horfðist aldrei í augu við hann, það var gamall kunningi úr kosninga- baráttunni 1951, Fidel Kastró.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.