Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 11
Ve k j u m e k k i s o fa n d i d r e k a TMM 2011 · 4 11 að horfast í augu við sérhverjar þær kringumstæður sem ógnað geta neyslunni. Í slíku umhverfi vekja kröfur um hófsemi upp tilfinningu um vanefni, en eins og ég hef áður bent á fylgja alls kyns áfellisdómar hug­ myndum um niðurskurð eða ,fátæktarbrag‘ í kapítalískum ríkjum.11 Neysla sem trúarleg innræting Vandinn snýst ekki síst um það að hagvaxtarkrafan og neysluhyggjan hafa nánast trúarlegar skírskotanir í huga Vesturlandabúa eftir aldalanga innrætingu. Kristindómurinn hafði mikil áhrif á hugmyndir Adams Smith og kenningar um frjálsa verslun, en hún átti að vera samræmanleg vilja Guðs.12 Þó að iðulega sé reynt að fela þennan trúarlega þátt, eða klæða hann í röklegan búning, birtist hann stundum ómengaður eins og sannaðist nýverið hér á landi þegar bók Jays W. Richards, Peningar, græðgi og Guð var gefin út, en þýðingin var kostuð af hópi íslenskra íhalds­ og frjálshyggjumanna fyrir tilstilli Skafta Harðarsonar.13 Í bók sinni setur Richards fram þá skoðun að uppspretta efnislegs auðs sé andleg; auður verði til „með því að veita sköpunarkrafti okkar frelsi til að blómstra innan ramma frjáls markaðar sem byggður er á grunni laga og sterku siðferði“.14 Af þessum sökum þrjóti hráefni aldrei. Nýjar náttúrulegar auðlindir finnist alltaf vegna þess að tækninni við að ná til þeirra fleygi fram og það sem er mikilvægara: nýir orkugjafar komi í stað gamalla þegar nauðsyn krefji. Þannig hafi hvalaolíu verið skipt út fyrir steinolíu og þaðan farið yfir í jarðolíu, rétt eins og kolanotkun stöðvaði skógareyðingu á Bretlandi á nítjándu öld. Nánast sé útilokað að spá um hvað leysi olíuna af hólmi en Richards efast ekki um að nýir orkugjafar taki smám saman við af gömlum á nýrri öld.15 „Maðurinn, ekki efnið, er hin sanna auðlind“, segir hann: hann hafi getu til þess að „umbreyta auðlindum og skapa nýjar“.16 Það er í þessu samhengi sem tilsvör Ari Fleischer á fréttamannafundi í maí 2001 í Hvíta húsinu verða einvörðungu skilin, en hann lýsti yfir nánast helgum rétti Bandaríkjamanna til þess að nýta auðlindir jarðar án nokkurra ytri takmarkana, annarra en þeirra sem markaðurinn setur.17 Fleischer, sem var á þessum tíma fréttafulltrúi George W. Bush Bandaríkjaforseta, var spurður á blaðamannafundi um það orkubruðl sem einkenndi bandarískan lífsstíl og hvort ekki væri brýnt fyrir Bandaríkjamenn að breyta hegðun sinni í ljósi þess að hvergi á byggðu bóli væri sóað meiru hlutfallslega en þar í landi. Svar Fleischers gat vart verið skýrara: „Það kemur ekki til greina. Forsetinn lítur svo á að þetta snúist um amerískan lífsstíl og að það eigi að vera markmið stjórnvalda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.