Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Blaðsíða 121
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 4 121 nýjar tengingar úr því sem þegar hefur verið hugsað eða skapað. Þessi endur­ vinnsla fræðanna bítur þannig í skottið á sjálfri sér án þess að skapa nokkuð sem máli skiptir. Óhætt er að segja að þessar tvær fyrstu skáldsögur Bergsveins séu því gagnrýnar á samtímann og verðmæta­ mat samfélagins eins og það hefur þró­ ast, auk þess að setja fram kreppu karl­ mennskunnar eins og hún birtist í sam­ tímanum. Ákveðinnar fortíðarþrár gætir gagnvart hinu einfalda og fábrotna lífi fyrri tíðar þar sem afkoman byggðist á því að færa sér gæði náttúrunnar í nyt. Samtímanum og neikvæðum áhrifum efnishyggjunnar eru gerð ágæt skil, þar sem foreldrar bæði Halldórs og Gests eru fórnarlömb lífsgæðakapphlaups sem í hvorugu tilfellinu hefur fært fjölskyld­ um þeirra raunverulega hamingju. Gild­ ir einu í því sambandi hvort um verka­ fólk er flutti á mölina er að ræða, eins og í tilfelli Halldórs, eða menntaða broddborgara eins og í tilfelli foreldra Gests. Það er þó ástin – eða öllu heldur ást­ leysið – sem er sterkasta hreyfiaflið í uppvexti þeirra Halldórs og Gests. Í Handbók um hugarfar kúa segir óláns­ maður sem Gestur hittir í strætó: „Veistu, allir glæpir hefjast með því að einhver er ekki elskaður. Síðan er bara formsatriði hvernig glæpurinn þróast: Nauðgun, þjófnaður, barnaníðsla, heim­ ilisofbeldi, eiturútbreiðsla, svall, græðgi, fíkn […] misnotkun valds, spilling, þunglyndi, kaldhæðni, vanræksla, kuldi, einangrun, sjálfsmorð. Já eða morð.“ (Bls. 148–9) Ástin er það sem verður Halldóri að lokum til bjargar. Gestur er ekki jafn lánsamur, barnsmóðir hans yfirgefur hann og samband hans við ástkonu er of nátengt þráhyggju hans og vænisýki til að slá á ógæfuna. Ef til vill liggur því bara beint við að þriðja skáldsaga Bergsveins, Svar við bréfi Helgu, skuli í grunninn vera hrein og klár ástarsaga, að mestu án þeirrar beinu samfélagsgagnrýni sem finna má í fyrri bókum hans þótt í undirtóni þessa síðasta verks gæti enn sem fyrr ótta vegna afleiðingar þess rofs sem orðið hefur í tengslum manna við náttúruna. * Svar við bréfi Helgu gerist í ótilgreindri sveit á Íslandi, á tveimur sveitabæjum. Á öðrum þeirra, Kolkustöðum, býr Bjarni með konu sinni Unni, en á næsta bæ býr Helga, eiginkona Hallgríms og tveggja barna móðir. Sagan er sögð í endurliti Bjarna sem orðinn er aldraður og bíður „hreppaflutninga“ (bls. 8) skaparans. Hann rekur lífshlaup þeirra allra í bréfi sem hann stílar á Helgu, en það er eins og titill skáldsögunnar gefur til kynna svar við bréfi sem hún sendi honum endur fyrir löngu. Form verksins markast af bréfinu, sagan á sér öll stað innan þess en fer reyndar stundum út um víðan völl. Bjarna hættir til að missa þráðinn, „[e]n ég missi hann af ástæðu, mér finnst vont að rifja þetta upp“ (bls. 20), segir hann. Reyndin er því sú að í hvert sinn sem sögumaður missir þráðinn dýpkar sagan. Útúrdúrarnir verða sem sagt til þess að bréfið segir ekki einungis af lífi þessara tveggja fjölskyldna Bjarna og Helgu heldur einnig af sveitinni allri og því hvernig sveitamenningu hefur reitt af allt fram á þennan dag. Bergsveinn hefur því augljóslega ekki misst áhug­ ann á hinni öru samfélagsþróun sem átt hefur sér stað á Íslandi frá miðri síðustu öld, þótt hann komi þeim fróðleik á framfæri í gegnum einkar persónulega sögu að þessu sinni. Þvert á móti gerir hann góða grein fyrir menningu sem er á undanhaldi allan ytri tíma sögunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.